Innihaldsefni

Við hjá L'OCCITANE leggjum mikið upp úr því að nota hágæða, rekjanleg og náttúruleg innihaldsefni. Við notum yfir 200 innihaldsefni úr grasaríkinu, þar af er ¼  þeirra með lífræna vottun, en öll eru þau vandlega valin vegna virkni og fegrandi eiginleika fyrir húðina. Við reynum að nota náttúruleg innihaldsefni í eins miklum mæli og mögulegt er svo við förum eftir kerfisbundnu verkferli með náttúruleg hráefni í forgangi. Við notum til að mynda jurtaolíur í staðinn fyrir jarðolíur, þar sem þær dragast betur inn í húðina. Uppgötvaðu náttúrulegu lykil innihaldsefnin sem gera L‘Occitane vörurnar svo einstakar. Möndlur frá Provence, shea smjör frá Búrkína Fasó... og allt með siðferðilegum viðskiptaháttum!

MANDLAN

Mandlan er vel þekkt fyrir getu sína til að næra húðina. L'OCCITANE hefur nýtt sér einstaka eiginleika möndlunnar frá Suður-Frakklandi og notað hana í snyrtivörur fyrir líkamann sem eru bæði ljúffengar og dásamlega áhrifaríkar.

EINIR

Þyrnóttur einirinn vex í þurrum hlíðum Provence. L'OCCITANE hefur nýtt sér verndandi eiginleika einisins og búið til áhrifaríkar formúlur sem eru sérstaklega ætlaðar fyrir húðumhirðu og rakstursþarfir karlamanna.

Cedrat ávöxturinn

Cédrat ávöturinn gefur ferskan, mildan sítrusilm sem er léttur en samt fágaður sem gefur fullkomið karlmannlegt jafnvægi.

KIRSUBERJABLÓM

Kirsuberjatréð er hluti af landslaginu í Provence. Það er útbreitt á Apt svæðinu, í Luberon, og breytir litum eftir árstíðum - sem gerir það að innblæstri fyrir listamenn.


IMMORTELLE BLÓMIÐ

L'OCCITANE hefur einbeitt sér að óvenjulegum öldrunareiginleikum hinna goðsagnakenndu lífrænu immortelle blóma frá Korsíku -eilífðarblómsins sem aldrei fölnar. Rannsóknarstofa L'OCCITANE hefur sett saman einstakar formúlur fyrir alhliða andlitsvörulínu.

LAVENDER

Breitt vöruúrval okkar af Lavender líkamsvörum skilur eftir sig mildan blómailm af lavender, sem flytur þig að ökrum Provence.


MJAÐJURT

Reine des Prés þýðir drottning engjanna á frönsku. Blóminu var gefið þetta nafn vegna viðkvæmrar fegurðar sinnar sem dreifist um engi Provence.

BÓNDARÓS

Blómið er tákn fegurðarinnar sem ljómar á hverju vori með töfrandi sýningu sinni á litum og ilmum.

REOTIER KÖLNARVATN

Reotier kölnarvatnið er allt að 10x kalkríkara en annað sambærilegt vatn. Drekktu húðinni í raka!

RÓSIN

Grasse rósin, búlgarska rósin, marókóska og tyrkneska rósin eru sameinaðar í þessum einstaka ilm með mildum ávaxtatónum, ásamt einstöku rósaseyði frá Haute-Provence.

SHEA SMJÖR

Shea smjör er tilvalið efni í snyrtivörur en það hefur verið notað í aldaraðir af konum í Afríku sunnan Sahara til að næra og vernda húð sína og hár.

VERBENA

Meðal allra þeirra ilmandi jurta sem vaxa meðfram göngustígum Provence, er ein sem hefur ferskan sítrónuilm sem hjálpar til við að endurlífga líkama og huga: Verbena!