Innihaldsefni
Við hjá L'OCCITANE leggjum mikið upp úr því að nota hágæða, rekjanleg og náttúruleg innihaldsefni. Við notum yfir 200 innihaldsefni úr grasaríkinu, þar af er ¼ þeirra með lífræna vottun, en öll eru þau vandlega valin vegna virkni og fegrandi eiginleika fyrir húðina. Við reynum að nota náttúruleg innihaldsefni í eins miklum mæli og mögulegt er svo við förum eftir kerfisbundnu verkferli með náttúruleg hráefni í forgangi. Við notum til að mynda jurtaolíur í staðinn fyrir jarðolíur, þar sem þær dragast betur inn í húðina. Uppgötvaðu náttúrulegu lykil innihaldsefnin sem gera L‘Occitane vörurnar svo einstakar. Möndlur frá Provence, shea smjör frá Búrkína Fasó... og allt með siðferðilegum viðskiptaháttum!