
REOTIER VATNSUPPSPRETTAN
Rakamettuð húð = sátt húð
SVALAÐU ÞORSTA HÚÐARINNAR
Húðin þín er fyrsta vörn líkamans gegn umhverfisáreitum, og er stöðugt að endurnýja sig til að geta verndað þig betur. Það skiptir máli að hugsa vel um hana. Sama á hvaða aldri þú ert, er lykillinn að fallegri húð alltaf góður raki. Hann er líka ein besta leiðin til að vernda húðina gegn ummerkjum öldrunar. Mannslíkaminn er allt að 60% vatn – svo leyfðu húðinni þinni að drekka í sig allan þann raka sem hún þarf!

Lifðu hratt, elstu hægt

FALLEG HÚÐ ER LÍFSSTÍLL
Hvort sem þér líkar betur eða verr, hefur lífsstíllinn þinn áhrif á húðina þína. Gróf umhverfisáreiti geta haft áhrif á rakastig húðarinnar og hleypt of miklum raka úr húðinni með uppgufun. Hraður lífsstíll okkar getur dregið úr samsetningu steinefna í húðinni. Kalk er eitt mikilvægasta steinefni húðarinnar til að viðhalda góðum raka í húðinni. Þegar kalk magn húðarinnar er truflað, getur það skaðað rakastig húðarinnar og húðin misst út of mikinn raka.
Steinefni hægja á rakatapi
STEINEFNI, STEINEFNI!
Reotier vatnsuppsprettan er allt að 10x ríkari af kalki en önnur kölnarvötn.
Inn með liðsaukann! L’OCCITANE uppgötvaði ótrúlega náttúrulega uppsprettu af kalki - Reotier kölnarvatnið í hjarta Provence. Þetta einstaka vatn er að finna í fjalllendi Haute-Alpes svæðisins. Það inniheldur einstaklega mikið af steinefnum, sérstaklega kalk. Okkur hefur tekist að grípa ferska eiginleika vatnsins og fært þér í formi Aqua Reotier línunnar – sem svalar þorsta húðarinnar með kröftugu steinefna rakaskoti!


VIÐ ELSKUM KALK
Þú hefur heyrt að kalk styrki beinin, en hvað gerir það fyrir húðina? Þetta mikilvæga steinefni vinnur í hverju einasta lagi húðarinnar við að styrkja uppbyggingu hennar og viðhalda rakastiginu svo að rakinn gufi ekki upp. Útkoman? Sterkari húð með betra rakastig svo hún helst full af raka lengur. Það þýðir að húðin sé betur í stakk búin fyrir daglegt amstur og líti betur út.
