Verbena

Frískandi ilmur

Verbena línan frá L’OCCITANE heiðrar langa sögu frískandi kryddjurtarinnar. Okkur hefur tekist að færa kælandi og ferska eiginleika plöntunnar í ilmvatns-, líkams- og hárlínu sem gefa líkama og sál auka orku út í daginn.

REKJANLEIKI

Rémy Margiella, sem stundar lífræna ræktun, hefur mikla reynslu í læknandi eiginleikum plantna. Hann hefur plantað niður heilum hektara af lífrænu verbena í Tulette, í Drôme héraðinu í Provence.

VISSIR ÞÚ?

Verbena er líka þekkt sem „töfrajurtin“ eða “læknar-allt” jurtin en sagan segir að hún hafi verið uppáhald seiðkarla – sem notuðu hana til að búa til ástardrykki.

Eau de toilette, Hesperide Vert



Frískandi sítrusilmur sem allir elska! Innblásturinn á bak við Verbena Eau de Toilette ilminn kemur frá mörkuðunum við Miðjarðarhafið. Ferskur ilmurinn hefur endurnærandi áhrif á líkama og sál.

VERBENA LÍNAN

UPPGÖTVAÐU