Heimilisilmur
Taktu á móti gestum með þægilegum lúxus L’Occitane heimilisilm úr bestu hágæða innihaldsefnunum frá Provence. Skapaðu andrúmsloft Miðjarðarhafsins sem frægt er fyrir gjafmildi og gestrisni. Einstök heimilislínan okkar inniheldur ilmkerti, ilmdreifi, ilmsprey og sápur sem gefa heimilinu hlýja og sefandi ilmtóna.
SLAKANDI LÍNA
Einstök blanda af PDO vottuðu lavender (með verndaðri upprunavísun) frá Provence með sætum appelsínum, bergamót, mandarínum og blágresi gefur augnablik af vellíðan og slökun.
-Djúp slökun-
KJARNANDI LÍNA
Blanda af kýprusvið, timían, eucalyptus, eini og ylang-ylang ilmkjaraolíum gefa jafnvægi og hjálpa þér að kjarna þig.
- Enduruppgötvaðu sjálfa/n þig -
UPPLÍFGANDI LÍNA
Ilmkjarnaolíur úr immortelle, basilíku, kýprusvið, eucalyptus og litsea cubeba blandast saman í ilm sem er dásamlega kryddaður.
-Augnablik sem fær þig til að brosa -
ENDURNÆRANDI LÍNA
Blanda af myntu, furu, rósmarín, sætum appelsínum og litsea cubeba gefa augnablik af vellíðan og lífsorku.
- Ferskur andvari -
