HUGMYNDAFRÆÐIN Á BAK VIÐ FORMÚLURNAR OKKAR

„Samband okkar við þig og heiminn“

L‘Occitane en Provence hefur alltaf verið mjög umhugað um neytendaöryggi og umhverfið. Við höfum skuldbundið okkar að tryggja öryggi neytenda okkar ásamt því að lágmarka spillandi umhverfisáhrif okkar á öllum stigum framleiðsluferilsins. Við erum þekkt fyrir að bjóða upp á einstaka upplifun fyrir neytendur okkur með dásamlegum áferðum og ilmum án þess að þurfa að gera málamiðlanir um gæði varanna.

MISMUNANDI STIG

STIG 3: HREINIR STAÐLAR L'OCCITANEVörur sem liggja á húð: Innihaldsefni af náttúrulegum uppruna >95% 
Vörur sem skolast af: Niðurbrjótanleg innihaldsefni >95%
Hámark 1 innihaldsefni af „hóflega notuð“ listanum

STIG 2: FORMÚLUSTAÐLAR L'OCCITANEInnihaldsefni sem við kjósum að nota:Við forgangsröðum náttúrulegum innihaldsefnum

Innihaldsefni sem við notum í hófi: Efni sem eru notuð í mjög takmörkuðu magni á meðan við leitum stöðugt að betri valkostum

Bönnuð innihaldsefni:Innihaldsefni sem við notum aldrei vegna umhverfis- og heilsusjónarmiða eða af siðferðisástæðum. 

STIG 1: ALÞJÓÐLEGAR REGLUGERÐIRVið fylgjum alþjóðlegum stöðlum og reglugerðum fyrir allar snyrtivörur á markaðinum

STIG 1 : Alþjóðlegar reglugerðir

Við erum staðráðin í því að huga að öryggi og virkni þegar kemur að vörunum okkar. Við framleiðum vörur sem eru í fullu samræmi við og fylgja reglum um allan heim, þar með talið ESB reglum um snyrtivörur sem er ein af hörðustu reglugerðunum í dag. Hjá L‘occitane starfa um 30 manns sem tileinka sér á hverjum degi að passa að vörurnar okkar séu öruggar og í samræmi við allar reglugerðir. 

STIG 2 : Formúlustaðlar

„Hvernig viljum við sjá um þig“

Okkar sterka trú á náttúruna og fólk hefur hvatt okkur til að þróa okkar eigin formúlustaðla. Við göngum mikið lengra en að fylgja bara reglugerðum og opinberum ákvarðanir okkar um val á innihaldsefnum með gagnsæjum hætti. Við gefum upp þau innihaldsefni sem við notum í hófi og þau sem við kjósum að nota ekki en við vinnum stöðugt að því að finna náttúrulegri og umhverfisvænni kosti en en þau efni sem í boði eru.

ÖRYGGI

Við gerum prófanir á vörunum okkar á mismunandi hár- og húðtegundum undir eftirliti húð- og augnlækna. 100% af vörunum okkar fara í gegnum strangar prófanir, en það eru yfir 800 yfirferðir sem hver vara fer í gegnum.

Við framleiðslu fara vörurnar í gegnum strangt gæðaeftirlit sem fylgir ströngustu alþjóðlegu gæðastöðlum og reglugerðum áður en þær fara á markað. Neytendaöryggi hefur alltaf og mun alltaf vera í forgangi.

VIRKNI

Virkni innihaldsefnanna er prófuð og sönnuð með prófunum á rannsóknarstofu. Hinsvegar notum við einnig neytendaprófanir á lokaafurðinni. Við gerum um það bil 600 virkniprófanir á hverju ári.

Klínísku rannsóknirnar okkar eru gerðar af óháðum læknum (húðlæknum, augnlæknum og barnalæknum). Þeir nota klínískar aðferðir þar sem prófað er í raunverulegu umhverfi á fólki sem býður sig fram til prófanna. 

UPPLIFUN

Við erum þekkt fyrir dásamlega upplifun á vörum okkar, þökk sé þeim áferðum og ilmum sem vörurnar okkar búa yfir. Við leggjum okkur fram við að finna upp nýjar vörur sem bjóða okkar viðskiptavinum upp á einstakar upplifanir.

Hjá okkur starfa í kringum 200 sérfræðingar sem eru þjálfaðir í að meta ilm og áferð varanna okkar til að tryggja að formúlurnar séu jafn góðar og viðskiptavinir okkar vænta. 

INNIHALDSEFNI SEM VIÐ KJÓSUM AÐ NOTA

Okkar fyrsta val á innihaldsefnum hefur alltaf verið, og mun alltaf vera , innihaldsefni af náttúrulegum uppruna. Við notum blómavatn, plöntu- og jurtaseyði og ilmkjarnaolíur.

Við reynum eftir fremsta megni að nota innihaldsefni sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni. Við höfum mikla sérfræðiþekkingu í slíkum efnum vegna arfleiðar okkar frá Provence.

SKOÐA NÁNAR

INNIHALDSEFNI SEM VIÐ NOTUM Í HÓFI

Að koma stöðuleika á og bæta náttúrulega virkni í formúlum er mikil áskorun í okkar iðnaði.

En á meðan við leitum að náttúrulegri og vistvænni kostum, þurfum við stundum að nota ónáttúrulegri efni í mjög hóflegu magni í formúlurnar okkar til að koma stöðuleika á þær. Þessi efni eru þó eingöngu notuð eftir ítarlega rannsókn, eiturefna- og næmniprófanir.

SKOÐA NÁNAR

BÖNNUÐ INNIHALDSEFNI

Þó svo að umdeild innihaldsefni, eins og paraben, þalöt og efni úr dýraafurðum* séu leyfð í alþjóðlegum reglugerðum þá notum við þau ekki í formúlurnar okkar vegna mögulegra áhrifa þeirra á umhverfið, heilsu fólks og einnig af siðferðislegum ástæðum.

*Fyrir utan býflugnaafurðir.

find out more

STIG 3 : Hreinir staðlar

„Hvernig göngum við ennþá lengra fyrir þig“

Með öfluðum áætlunum og stöðugri betrun höfum við sett af stað alþjóðlega áskorun fyrir okkur sjálf en við höfum sett fram staðla til viðbótar við formúlustaðlana okkar sem við köllum „Hreinir Staðlar“:  Þessir viðbótarstaðlar lýsa aukinni skuldbindingu okkar til að búa til ennþá náttúrulegri formúlur (vörur sem liggja á húð) og innihalda efni sem hafa sem minnst áhrif á umhverfið (vörur sem skolast af) án þess að það skerði virkni, áferð eða öryggi vörunnar. Vörur sem fylgja „Hreinum staðli“ eru auðþekkjanlegar en þær eru merktar með þessu merki bæði á umbúðum og á heimasíðunni okkar. 

95% INNIHALDSEFNANNA ERU AF NÁTTÚRULEGUM UPPRUNA

Fyrir vörur sem liggja á húðinni (t.d. andlitskrem) , forgangsröðum við náttúrulegum innihaldsefnum fyrst. Til að vara flokkist undir „hreina staðla“ þarf formúlan að innihalda að minnsta kosti 95% + innihaldsefni af náttúrulegum uppruna.

95% INNIHALDSEFNANNA ERU NIÐURBRJÓTANLEG

Fyrir vörur sem skolast af (t.d. andlitshreinsir) forgangsröðum við niðurbrjótanlegum innihaldsefnum fyrst. Til að vara flokkist undir „hreina staðla“ þarf formúlan að innihalda 95% + innihaldsefni sem brotna niður í náttúrunni.

NÁTTÚRULEG OG NIÐURBRJÓTANLEG

Allar formúlur sem fylgja „hreinum staðli“ innihalda að minnsta kosti 95% innihaldsefni af náttúrulegum uppruna (vörur sem liggja á húð) og að minnsta kosti 95% innihaldsefnanna eru niðurbrjótanleg í náttúrunni (vörur sem skolast af).

ÖNNUR BÖNNUÐ INNIHALDSEFNI

Til viðbótar við þau 14 innihaldsefni sem bannað er að nota í allar L‘Occitane vörur, leggja „hreinu staðlarnir“ áherslu á þær formúlur sem við höfum nú þegar náð að skipta út efnum sem við notuðum hóflega

fyrir náttúrulegri og vistvænni kosti:

- ROTVARNAREFNI: Phenoxyethanol og Polyaminopropyl biguanide -einnig kallað PHMB

- EFNI SEM BÆTA VIÐKOMU: Cyclosilicone

- UV VARNIR: Ethylhexyl Methoxycinnamate

- FREYÐANDI EFNI: Sodium Lauryl Sulfate -einnig kallað SLS

TAKMARKANIR Á HÓFLEGA NOTUÐ INNIHALDSEFNI

Þú finnur ekki meira en eitt hóflega notað innihaldsefni í hreinu formúlunum okkar*,

það er notað í nákvæmu magni sem tryggir öryggi fyrir þig og plánetuna, og það er vandlega rannsakað og prófað af eiturefnafræðingum og í gegnum næmniprófanir.


*Fyrir utan ilmefni(fragrance) og ofnæmisvalda sem eru til staðar til að auka ánægjulega upplifun af vörunni. Öll ilmefni sem notuð eru í formúlurnar eru notuð í réttu magni (skv. Alþjóðlegum reglugerðum) en ofnæmisvaldar eru oft til staðar þar sem þeir eru hluti af þessum innihaldsefnum. Þekktir ofnæmisvaldar finnast af náttúrulegum ástæðum bæði í ilmefnum og plöntuseyðum.