HUGMYNDAFRÆÐIN Á BAK VIÐ FORMÚLURNAR OKKAR
„Okkar samband við þig og heiminn“
L‘Occitane en Provence hefur alltaf verið mjög umhugað um neytendaöryggi og umhverfið. Við höfum skuldbundið okkar að tryggja öryggi neytenda okkar ásamt því að lágmarka spillandi umhverfisáhrif okkar á öllum stigum framleiðsluferilsins. Við erum þekkt fyrir að bjóða upp á einstaka upplifun fyrir neytendur okkur með dásamlegum áferðum og ilmum án þess að þurfa að gera málamiðlanir um gæði varanna.
MISMUNANDI STIG
STIG 3: HREINIR STAÐLAR L'OCCITANEVörur sem liggja á húð: Innihaldsefni af náttúrulegum uppruna >95%
Vörur sem skolast af: Niðurbrjótanleg innihaldsefni >95%
Hámark 1 innihaldsefni af „hóflega notuð“ listanum
STIG 2: FORMÚLUSTAÐLAR L'OCCITANEInnihaldsefni sem við kjósum að nota:Við forgangsröðum náttúrulegum innihaldsefnum
Innihaldsefni sem við notum í hófi: Efni sem eru notuð í mjög takmörkuðu magni á meðan við leitum stöðugt að betri valkostum
Bönnuð innihaldsefni:Innihaldsefni sem við notum aldrei vegna umhverfis- og heilsusjónarmiða eða af siðferðisástæðum.
STIG 1: ALÞJÓÐLEGAR REGLUGERÐIRVið fylgjum alþjóðlegum stöðlum og reglugerðum fyrir allar snyrtivörur á markaðinum
STIG 1 : Alþjóðlegar reglugerðir
Við erum staðráðin í því að huga að öryggi og virkni þegar kemur að vörunum okkar. Við framleiðum vörur sem eru í fullu samræmi við og fylgja reglum um allan heim, þar með talið ESB reglum um snyrtivörur sem er ein af hörðustu reglugerðunum í dag. Hjá L‘occitane starfa um 30 manns sem tileinka sér á hverjum degi að passa að vörurnar okkar séu öruggar og í samræmi við allar reglugerðir.
STIG 2 : Formúlustaðlar
„Hvernig viljum við sjá um þig“
Okkar sterka trú á náttúruna og fólk hefur hvatt okkur til að þróa okkar eigin formúlustaðla. Við göngum mikið lengra en að fylgja bara reglugerðum og opinberum ákvarðanir okkar um val á innihaldsefnum með gagnsæjum hætti. Við gefum upp þau innihaldsefni sem við notum í hófi og þau sem við kjósum að nota ekki en við vinnum stöðugt að því að finna náttúrulegri og umhverfisvænni kosti en en þau efni sem í boði eru.