Sjálfbær ræktun
"Við erum mjög miklir þátttakendur í allri birgðakeðjunni og þekkjum hrávörur okkar og birgja út og inn. Það sýnir trúverðugleika okkar í öllu ferlinu, allt frá því að fræinu er sáð til hinnar fullunnu vöru."
AÐ byggja upp langtímasamstarf sem byggist á trausti og virðingu
L'OCCITANE vinnur beint með yfir 130 frönskum bændum og 10.000 starfsmönnum sem vinna við jurtatínslu - allt frá immortelle ökrum Korsíku að lavender ökrunum í Provence – til að tryggja hágæða hráefni sem ræktað sé á eins sjálfbæran máta og mögulegt er.
L'OCCITANE vörumerkið lítur á náttúruna sem fyrirmynd sína og sækir innblástur í náttúrulega eiginleika plantna til að knýja fram nýsköpun. Við erum staðráðin í að þróa langtímasamstarf við framleiðendur okkar og setjum í forgang að aðfangakeðjan sé stutt og staðbundinn fyrir okkar lykil innihaldsefni.
Rekjanleiki
Við leitumst alltaf við að finna staðbundna framleiðendur þegar mögulegt er, til að minnka kolefnisfótspor okkar og til að styðja við fyrirtæki á staðnum og gefa eitthvað til baka til samfélagsins. Við forgangsröðum að vinna með litlum fyrirtækjum þannig að framleiðandinn fái meira og að við höfum fulla stjórn á rekjanleikanum frá því að fræinu er sáð og þar til varan er tilbúin.
Sjálfbærni
Starf okkar krefst virðingar fyrir bæði fólki og náttúru. Við gerum ekki málamiðlanir og viljum vernda tegundir í útrýmingarhættu og vernda þekkingu bænda á staðnum.
Við tökum ekki einkaleyfi á notkun hráefna sem byggja á hefðum heldur vinnum að því að sameina mismunandi hráefni á áhrifaríkan hátt til að mæta snyrtivöruþörfum.
Sanngirni
Við framleiðslu á helstu innihaldsefnum okkar stofnum við til langtímasamstarfs, oft yfir nokkur ár, við framleiðendur okkar. Þessir samningar tryggja lágmarkskaup á ákveðnu magni og tryggja að þeir geti haft langtímasýn á framleiðsluna og fái gott verð fyrir hráefnið. Við framfylgjum sanngjörnum viðskiptaháttum í samstarfi við framleiðendur nokkurra hráefna, eins og á shea smjöri, arganolíu og appelsínublómavatni. Í þessum tilfellum gefum við einnig hluta af kaupverði hráefnisins til þróunarverkefna á staðnum.
Gæði
Aðstæður við ræktun, uppskeru, þurrkun og geymslu stuðla allt að því að hafa áhrif á hversu hrein hráefnin eru. Við tryggjum gæði allra hráefna með því að fylgja öllu ferlinu eftir með aðstoð tæknimanna með góða þekkingu á þessu sviði. Lykil innihaldsefnin okkar eru aðallega lífrænt ræktuð til að tryggja að þau innihaldi ekki snefil af kemískum efnum. Við verndum náttúruna með því að fara eftir sjálfbærum leiðbeiningum við uppskeru plantnanna til að vernda bæði plönturnar og svæðið sem þær vaxa á.
Rekjanleiki
30 framleiðslukeðjur með rekjanlegum hráefnum, þar af eru 50% lífrænt vottaðar
Samstarfaðilar
80 SAMSTÖRF VIÐ BÆNDUR
jurtatínsla
10.000 STARFSMENN VINNA VIÐ JURTATÍNSLU FYRIR L'OCCITANE
SAGAN UM IMMORTELLE
LÍFRÆNT IMMORTELLE FRÁ KORSÍKU
Stærsta lífræna framleiðslan á immortelle hófst á Korsíku. Framleiðslan sameinar virðingu fyrir náttúrunni og jafnræði milli ólíkra bænda og ræktunaraðferða. Verkefnið sameinar í dag tíu mismunandi bændur og eimingaraðferðir þeirra og saman munu þeir rækta 5 til 7 uppskerur af lífrænnu immortelle.
SHEA SMJÖRS SAGAN
SHEA SMJÖR FRÁ BÚRKÍNA FASÓ
Olivier Baussan, stofnandi L'Occitane, uppgötvaði shea-smjörið í Búrkína Fasó árið 1980 og það var upphafið að langtímasamstarfi við þær konur sem framleiða shea-smjörið okkar. Frá árinu 2015 hefur L'Occitane unnið að verkefni til að vernda shea-tréð og draga úr þeim áhrifum sem shea smjörs framleiðslan hefur á umhverfið. Í dag starfa meira en 10.000 konur við framleiðslu á shea-smjöri og þær fá tækifæri til að selja smjörið sem þær framleiða til L'Occitane á tvöföldu markaðsverði.
Hjá L'Occitane notum við hágæða hráefni, af rekjanlegum uppruna. Við notum yfir 200 jurta hráefni og 1/4 þeirra hefur lífræna vottun og eru vandlega valin vegna einstakra eiginleika þeirra. Þess vegna setjum við náttúruleg hráefni alltaf í forgang þegar mögulegt er. Uppgötvaðu lykilinnihaldsefnin okkar sem gera vörurnar frá L'Occitane svo einstakar. Möndlur frá Provence og shea smjör frá Búrkína Fasó ... öll fengin á siðferðilgan hátt!