Lavender
VIÐURKENNT INNIHALDSEFNI
Fínt lavender frá Haute-Provence svæðinu - Lavandula angustifolia – er verndað með PDO stimpli (með verndaða upprunavísun) sem tryggir gæði og rekjanleika ilmkjarnaolíunnar. Til þess að uppfylla skilyrði stimpilsins verða lavender plönturnar að vaxa í yfir 800 m hæð innan ákveðins landssvæðis og eimaðar með hefðbundnum aðferðum.
OKKAR SKULDBINDINGAR
L'OCCITANE styður staðbundna birgðakeðju með því að kaupa innihaldsefni beint frá framleiðendum í Suður-Frakklandi með samningum sem ná yfir mörg ár, til þess að tryggja stöðugt verð og gæði. Þannig skuldbindum við okkur til að virða og varðveita sögulegar hefðir og þekkingu.
VERÐUG ÁSKORUN
Með því að viðhalda ræktun á fínum lavender á plantekrunum á Haute-Provence svæðinu tekst okkur að varðveita líffræðilegan fjölbreytileika náttúrunnar og þróa landbúnaðsvæði á þurrum og klettóttum fjallahlíðum. Þetta er risavaxin áskorun fyrir bæði atvinnugreinina og landsvæðið, sem L‘OCCITANE tekst á við með starfseminni.
VISSIR ÞÚ?
- Við höfum notað lavender í vörum okkar frá árinu 1981.
- Næstum 150 hektarar af lavender ökrum er tileinkað L’OCCITANE Group samtökunum.
- Fyrir 1 kg af ilmkjarnaolíu úr fínum lavender þarf 150 kg af lavender!