
Hvað er immortelle blómið?
Á frönsku eyjunni Korsíku, sem fræg er fyrir fegurð sína vex planta sem kallast immortelle. Þetta ótrúlega blóm fölnar aldrei, jafnvel löngu eftir að það var tínt.
Þar sem það vex í sérstaklega sólríkum aðstæðum, býr þetta gyllta blóm yfir bestu mögulegri virkni innihaldsefna (sem vinna gegn ummerkjum tímans og grófra umhverfisáreita). Blómið inniheldur líka hátt hlutfall af nerýl acetate – sameind sem hefur yngjandi áhrif og fimm einkaleyfi eru fyrir í Frakklandi.
Í yfir 18 ár hefur L'OCCITANE unnið að því að fullkomna nýtinguna á yngjandi eiginleikunum og hefur þegar sótt um sex einkaleyfi í Frakklandi.


LÍFRÆN OG SJÁLFBÆR BLÓMARÆKTUN
Árið 2004 setti L'OCCITANE á laggirnar pantekru verkefni til að að rækta þessa villtu tegund. Deild sjálfbærra innihaldsefna okkar bauð ýmsum ræktendum að vera með í fyrstu lífræna ræktarverkefninu á þessu magnaða blómi.
Ræktun er eina leiðin til að tryggja sjálfbærar birgðir af immortelle ilmkjarnaolíu án þess að ganga á náttúrulegt umhverfi Helichrysum italicum eða immortelle blómsins.
Aðkoma mannsins að ræktun immortelle á Korsíku kom því án kostnaðar umhverfisins og hver landsbútur er nýttur á eins náttúrulegan hátt og mögulegt er.
IMMORTELLE BLÓMIÐ, FYRIR UNGLEGA OG LJÓMANDI HÚÐ
Immortelle ber mjög viðeigandi nafn en það er eitt sem blómið býr yfir fram yfir önnur: virk innihaldsefni sem gefa einstaka vörn gegn ummerkjum tímans og umhverfisáreita.
Immortelle er plantan sem heldur áfram að gefa. Blómið kemur L‘OCCITANE sífellt á óvart, sem kallar á hefðbundnar aðferðir og forna kunnáttu til að vinna úr því ilmkjarnaolíu. Teyminu okkar tókst að grípa hverfular sameindirnar til að nýta eiginleika immortelle fyrir húðina. Í nútímanum hefur mengun talsverð áhrif á húðina okkar. Samkvæmt yfirgripsmikilli rannsókn á mengun, er immortelle ilmkjarnaolían okkar tvöfalt ríkari af andoxunarefnum en e-vítamín.*
*Prófanir í tilraunaglösum á efnasambandi skvalen í eintengi við súrefni.


Stuðningur við framleiðendur
HÚÐVÖRUR MEÐ VIRÐINGU FYRIR FÓLKI
L’OCCITANE uppgötvaði þessa stórkostlegu plöntu árið 2001. Immortelle á nafni sínu að launa ótrúlegt langlífi sitt – því jafnvel löngu eftir að það var tínt, fölnar það aldrei...
Árið 2004 hóf L’OCCITANE stórt immortelle ræktunarverkefni á Korsíku, með lífrænum ræktunaraðferðum. Þegar immortelle er tínt af kjarrlendinu á sjálfbæran máta hjálpar það óbeint að komast hjá skógareldum á svæðinu. Þetta var í fyrsta skipti sem blómið var ræktað á árangursríkan hátt. Þökk sé kunnáttu tæknimanna frá Korsíku og Provence auk fjármögnunar verkefnisins tókst að planta immortelle á 50 hektara svæði á austurstönd Korsíku og á Balagne svæðinu.
Í dag sameinar verkefnið tíu ræktendur á Korsíku sem nota lífrænar ræktunaraðferðir, hefðbundnar eimingaraðferðir og hafa samninga við L‘OCCITANE sem ná yfir fimm til sjö uppskerur.


Immortelle divine línan
UPPGÖTVAÐU
Immortelle precious línan
UPPGÖTVAÐU