Hvað er immortelle blómið?

Á frönsku eyjunni Korsíku, sem fræg er fyrir fegurð sína vex planta sem kallast immortelle. Þetta ótrúlega blóm fölnar aldrei, jafnvel löngu eftir að það var tínt. 

Þar sem það vex í sérstaklega sólríkum aðstæðum, býr þetta gyllta blóm yfir bestu mögulegri virkni innihaldsefna (sem vinna gegn ummerkjum tímans og grófra umhverfisáreita). Blómið inniheldur líka hátt hlutfall af nerýl acetate – sameind sem hefur yngjandi áhrif og fimm einkaleyfi eru fyrir í Frakklandi. 

Í yfir 18 ár hefur L'OCCITANE unnið að því að fullkomna nýtinguna á yngjandi eiginleikunum og hefur þegar sótt um sex einkaleyfi í Frakklandi. 

LÍFRÆN OG SJÁLFBÆR BLÓMARÆKTUN

Árið 2004 setti L'OCCITANE á laggirnar pantekru verkefni til að að rækta þessa villtu tegund. Deild sjálfbærra innihaldsefna okkar bauð ýmsum ræktendum að vera með í fyrstu lífræna ræktarverkefninu á þessu magnaða blómi.

Ræktun er eina leiðin til að tryggja sjálfbærar birgðir af immortelle ilmkjarnaolíu án þess að ganga á náttúrulegt umhverfi Helichrysum italicum eða immortelle blómsins.

Aðkoma mannsins að ræktun immortelle á Korsíku kom því án kostnaðar umhverfisins og hver landsbútur er nýttur á eins náttúrulegan hátt og mögulegt er. 

IMMORTELLE BLÓMIÐ, FYRIR UNGLEGA OG LJÓMANDI HÚÐ

Immortelle ber mjög viðeigandi nafn en það er eitt sem blómið býr yfir fram yfir önnur: virk innihaldsefni sem gefa einstaka vörn gegn ummerkjum tímans og umhverfisáreita. 

Immortelle er plantan sem heldur áfram að gefa. Blómið kemur L‘OCCITANE sífellt á óvart, sem kallar á hefðbundnar aðferðir og forna kunnáttu til að vinna úr því ilmkjarnaolíu. Teyminu okkar tókst að grípa hverfular sameindirnar til að nýta eiginleika immortelle fyrir húðina. Í nútímanum hefur mengun talsverð áhrif á húðina okkar. Samkvæmt yfirgripsmikilli rannsókn á mengun, er immortelle ilmkjarnaolían okkar tvöfalt ríkari af andoxunarefnum en e-vítamín.*

*Prófanir í tilraunaglösum á efnasambandi skvalen í eintengi við súrefni. 

IMMORTELLE RESET: ENDURNÆRANDI SERUM!

Þegar húðin er móttækilegri fyrir kremum, serumum og olíum verður virkni þeirra einnig meiri. Nýja Immortelle Reset næturserumið okkar endurnærir húðina og vinnur með henni að því að undirbúa hana undir L‘OCCITANE vörurnar sem bornar eru næst á:
- Acmella oleracea seyðið veitir fullkomlega náttúrulega lausn sem sléttir úr hrukkum og sléttir húðina samstundis.

- Marjoram seyðið endurlífgar húðina á meðan þú sefur.

– Og dýrmæta Immortelle ilmkjarnaolían okkar sem dregur úr sýnilegum ummerkjum
öldrunar.

VINSÆLT

Immortelle Overnight Reset Oil-in-Serum (Lítið)

Venjulegt verð 9.920 ISK
Venjulegt verð Útsöluverð 9.920 ISK
Skoða vöru
Immortelle Overnight Reset Oil-in-Serum (Lítið)

Stuðningur við framleiðendur

HÚÐVÖRUR MEÐ VIRÐINGU FYRIR FÓLKI

L’OCCITANE uppgötvaði þessa stórkostlegu plöntu árið 2001. Immortelle á nafni sínu að launa ótrúlegt langlífi sitt – því jafnvel löngu eftir að það var tínt, fölnar það aldrei...
Árið 2004 hóf L’OCCITANE stórt immortelle ræktunarverkefni á Korsíku, með lífrænum ræktunaraðferðum. Þegar immortelle er tínt af kjarrlendinu á sjálfbæran máta hjálpar það óbeint að komast hjá skógareldum á svæðinu. Þetta var í fyrsta skipti sem blómið var ræktað á árangursríkan hátt. Þökk sé kunnáttu tæknimanna frá Korsíku og Provence auk fjármögnunar verkefnisins tókst að planta immortelle á 50 hektara svæði á austurstönd Korsíku og á Balagne svæðinu. 

Í dag sameinar verkefnið tíu ræktendur á Korsíku sem nota lífrænar ræktunaraðferðir, hefðbundnar eimingaraðferðir og hafa samninga við L‘OCCITANE sem ná yfir fimm til sjö uppskerur. 

Skoða

Immortelle Divine línan

Immortelle Precious línan

Immortelle Harmony línan