Lagalegur fyrirvari

Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á netverslun sem er rekin af umboðsaðila L'Occitane á Íslandi, RS Snyrtivörum ehf., kt. 490104-2080, Dalvegi 16D, 200 Kópavogi. Til einföldunar verður hér eftir talað um „L'OCCITANE“ í skilmálunum. Í skilmálunum eru skilgreind réttindi og skyldur L'OCCITANE annars vegar og kaupanda vöru eða þjónustu hins vegar. Hafi skilmálarnir ekki verið samþykktir við nýskráningu á vefsíðu L'OCCITANE teljast þeir samþykktir við fyrstu kaup á vöru eða þjónustu.

„Kaupandi“ er einstaklingur, sem er aðili samnings en stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e. einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Kaupandi verður að vera a.m.k. 16 ára. „Kaupandi“ getur líka verið fyrirtæki ef lög um þjónustukaup nr. 42/2000 eiga þá við. Þessi lög gilda um réttarstöðu samningsaðila þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir. L'OCCITANE selur vörur eða þjónustu til kaupanda á vefsvæði sínu. L'OCCITANE býður einnig kaupanda að fá vöruna senda heim til sín eða á pósthús.

Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.