
Endurheimtu mjúka og teygjanlega húð með markvissri húðrútínu
Gefðu húðinni einstaka umönnun með okkar háþróuðu formúlu, sem eykur teygjanleika, gefur djúpan raka og skilur eftir silkimjúka og ljómandi áferð. Með fjölþættri virkni vinnur hún gegn sýnilegum slitförum á meðan hún nærir húðina á dýptina.




Náttúrulega gott
Betra en "clean beauty" – Clean Charter staðlarnir okkar tryggja einstakar, náttúrulegar formúlur án þess að skerða virkni, áferð eða öryggi.
Vörur sem fylgja Clean Charter innihalda:
• Yfir 95% innihaldsefna af náttúrulegum uppruna í vörum sem eru eftir á húðinni
• Yfir 95% lífbrjótanlegra innihaldsefna í vörum sem skolaðar eru af
• Að hámarki eitt í meðallagi notað innihaldsefni
Líkamsrútína fyrir stinnari og fallegri húð

SKREF 1
Vekktu líkamann til lífsins
Byrjaðu daginn á nærandi dekri sem endurnærir bæði líkama og huga. Almond Shower Oil breytist í silkimjúka froðu sem hreinsar varlega og gefur djúpan raka, á meðan Almond Delicious Paste fjarlægir dauðar húðfrumur og mýkir húðina með blöndu af fíngerðum möndluskeljum og nærandi olíum. Saman örva þau skilningarvitin og skilja húðina eftir ómótstæðilega mjúka, ljómandi og fulla af ferskleika.

SKREF 2
Gefðu húðinni djúpan raka
Gefðu húðinni einstaka næringu með Almond Milk Concentrate og Almond Milk Veil, hönnuð til að veita djúpan raka og silkimjúka áferð. Almond Milk Concentrate nærir og bætir teygjanleika húðarinnar, á meðanAlmond Milk Veil gefur léttan raka og ljómandi áferð. Saman skilja þau húðina eftir silkimjúka, vel nærða og geislandi fallega allan daginn.

Skref 3
Nærðu húðina
Dekraðu við húðina með dásamlegri Almond Supple Skin Oil, sem er rík af möndlu- og kamelínuolíum sem veita djúpan raka og silkimjúka áferð. Létt formúlan sem gengur hratt inn í húðina stuðlar að betri teygjanleika hennar og skilur eftir sig mildan, unaðslegan ilm. Njóttu langvarandi raka og upplifðu húð sem er mjúk, stinn og fallega ljómandi.
