Hvernig velur þú ilmvatn?

Ilmur. Hann hefur einstakt vald til að vekja upp minningar, bæta skap og minna okkur á hver við erum. Ein angan getur breytt stemningunni á augabragði og látið þig finna fyrir sjálfri/sjálfum þér á ný. En hvernig finnur maður „þann eina“ ilm sem talar beint til manns – úr öllum þeim óteljandi ilmheimi sem í boði er? Leyfðu okkur að hjálpa þér að finna þinn fullkomna ilm.
- Hverju eru að leita að í ilminum þínum?
- Hvernig finnst þér venjulega best að nota ilmvatn?
- Hvernig geturðu látið ilminn endast lengur?
- Bættu þínum persónulega blæ við ilminn þinn
1.HVERJU ERTU AÐ LEIA AÐ Í ILMINUM ÞÍNUM?
Til að byrja með er gott að hugsa um hverju þú ert að leita að í ilmvatni. Kannski viltu finna þinn nýja einkennisilm – þann sem þú berð alla daga og verður hluti af þér. Eða kannski ertu að leita að léttum úða sem gefur ferska orku og vekur þig á morgnana. Á hinn bóginn gætirðu verið að sækjast eftir dýpri og ríkari ilmi sem fylgir þér inn í kvöldið og fullkomnar útlitið þitt.
Ilmir geta fylgt okkur alla ævi og á augabragði flutt okkur aftur til ákveðins tíma eða augnabliks. Því er vel þess virði að hugleiða hvenær þú ætlar að bera Eau de Parfum – og láta valið endurspegla persónuleika þinn, lífsstíl, árstíð eða jafnvel tilefnið sjálft.

Hvernig líður þér?
- Ertu í rómantísku skapi og ertu að njóta hægari lífstíls? Veldu austurlenska tóna eins og rós, vanillu eða moskus , Vanilla or Musk like in our favourite floral perfume Rose Eau de Toilette.
- Ertu í ævintýraskapi og leitar að ferskum ilmi? Tónar eins verbena, sítrusbörkur eða engifer er hægt að finna í Cédre Gingembre Eau de Toilette.
- Dreymir þig um meiri hlýju? Veldu ilm með amber, patouchli eða vanillu eins og í Ambre Eau de Parfum
2. HVERNIG FINNST ÞÉR VENJULEGA BEST AÐ NOTA ILMVATN?
Íhugaðu næst hvernig þér finnst venjulega best að nota ilmvatn. Kannski kýst þú léttan úða sem leikur mjúklega um húðina og minnir á sig af og til yfir daginn – þá mælum við með Eau de Toilette, sem er hin léttari formúla ilmanna okkar.
- Eau de Toilette: Inniheldur að jafnaði um 10% ilmefni, sem gefur ferska, fíngerða og létta áferð. Ilmurinn endist yfirleitt í 4–6 klukkustundir.
- Eau de Parfum: Berðu þetta saman við Eau de Parfum, sem er sterkari formúla með um 15% ilmefni. Niðurstaðan er dýpri, ríkari ilmur sem vekur athygli og endist lengur – að jafnaði 8–12 klukkustundir.
- Eau de Cologne: Það léttasta og ferskasta af formúlunum, með um 3% ilmefni, sem skilur eftir sig örlitla, náttúrulega ilmslóð í nokkrar klukkustundir – fullkomið fyrir þá sem kjósa mjög mildan og náttúrulegan ilm.
3. HVERNIG GETURÐU LÁTIÐ ILMINN ENDAST LENGUR?
Hvort sem þú velur Eau de Toilette eða Eau de Parfum, er hægt að láta ilminn endast enn lengur með því að fylgja þessum einföldu ráðum:
- Þótt freistandi sé að úða og nudda saman úlnliðunum skaltu reyna að standast það. Með því að þrýsta húðinni saman geturðu „kramið“ efstu tónana og látið þá gufa upp hraðar. Úðaðu einfaldlega á húðina og leyfðu ilminum að setjast – þannig fær hann að njóta sín í allri sinni dýpt.
- Berðu ilminn á púlspunktana. Þar sem æðarnar liggja nær yfirborði húðarinnar myndast meiri hiti sem hjálpar ilminum að þróast og opnast. Helstu svæðin eru úlnliðir, aftan við eyrun, innan á olnbogum og aftan á hnjám.
- Raki, raki, raki! Veistu að ilmur gufar hraðar upp af þurri húð? Haltu húðinni vel rakri með nærandi húðmjólk – annaðhvort með hlutlausum ilm til að lengja endingu, samsvarandi ilm til að auka styrkleikann, eða jafnvel viðbótarilm til að skapa þinn eigin, einstaka blæ...
4. BÆTTU ÞÍNUM PERSÓNULEGA BLÆ VIÐ ILMINN ÞINN
Svipuðum áhrifum má ná með því að úða tveimur mismunandi ilmum saman, en við mælum sérstaklega með því að byrja á rakakremi – það gefur ilminum hlýjan mjúkleika og dýpt, og lætur tóna hans njóta sín í fullkomnu samspili.
Hér eru nokkrar af uppáhalds ilmblöndunum okkar úr L’OCCITANE línunum:
- Fyrir tærleika og hreinan, vorlegan ferskleika: Við mælum með að para Fleurs de Cerisier Eau de Toilette við Lavande Blanche Eau de Toilette fyrir ferskan, blómailm sem er náttúrulega hreinlegur.
- Til að bæta sætum blæ við næmni og mjúkleika: Prófaðu að blanda Noble Epine Eau de Parfume við Cédre Encens Eau de Toilette fyrir möndlutóna með amber og reykelsi.