Stuðningur við framleiðendur

Hráefnin okkar – og þar með framleiðendurnir – eru hjarta og sál L’OCCITANE. Án elju, skuldbindingar og kunnáttu þeirra gætum við ekki búið til jafn einstakar og ekta vörur. Samskipti, virðing og gagnsæi eru grunnstoðir sambandsins við framleiðendur okkar – og sum þessara samstarfa hafa staðið yfir í meira en 30 ár!

AFKOMA FRAMLEIÐENDA ER Í HÆTTU

ef að við gerum ekkert missum 400 bæi í Frakklandi og 1.200 í Evrópu.

MARKMIÐ OKKAR:

Að eiga sanngjörn og réttlát viðskiptasambönd við alla framleiðendur okkar fyrir árið 2025.

Til að þetta verði að veruleika munum við einbeita okkur að tveimur meginþáttum:

1. Að vinna hönd í hönd með ræktendum til að tryggja að öll sambönd okkar séu byggð á sanngirni

2. Framleiðum á ábyrgan og sjálfbæran hátt saman.

UM HVAÐ SNÚAST SANNGJÖRN VIÐSKIPTI?

Sanngjörn viðskipti snúast um stöðug verð og tekjur, mannsæmandi vinnuskilyrði og að valdefla bændur og verkafólk – og tryggja að þau fái sanngjarnan hlut af arðinum fyrir afurðir sínar. Þau fela í sér stuðning við framleiðendur, bætt lífsgæði, uppbyggingu á sjálfbærri framtíð fyrir þau og fjölskyldur þeirra – og virðingu fyrir bæði fólki og jörðinni sem við byggjum á.

Sanngjarnt viðskiptasamband

MEGINREGLAN

  1. Sanngjörn greiðsla (sanngjörn verð, sanngjörn laun)
  2. Sanngjarnar viðskiptavenjur (fyrirframgreiðslur, langtímasamningar)
  3. Gagnsæi, ábyrgð og virðing (sameiginleg ákvarðanataka, samskipti á öllum stigum virðiskeðjunnar)
  4. Góð vinnuskilyrði (vinnutími, öryggi o.fl.)
  5. Virðing fyrir umhverfinu (sjálfbærni, orkunýting)
  6. Aukin meðvitund neytenda

SANNGIRNI HJÁ L’OCCITANE

VERK OKKAR, TRÚ OKKAR

Hjá L’OCCITANE kemur aldrei til greina að misnota framleiðendur okkar! Við greiðum sanngjörnustu mögulegu verð og gerum langtímasamninga sem eru ekki einkasamningar – þannig geta framleiðendur treyst á stöðugar tekjur, en eru jafnframt frjálsir til að eiga viðskipti við aðra samstarfsaðila. Við veitum fyrirframgreiðslur þegar þörf er á. Við styðjum fjölskyldubændur sem brenna fyrir því sem þeir gera og vilja miðla þekkingu sinni og landi til næstu kynslóða. Við þekkjum framleiðendur okkar persónulega og vinnum náið með þeim – á vettvangi, allt árið um kring.

IMMORTELLE FRAMLEIÐENDUR

AÐ STYRKJA SAMBÖND MEÐ LANGTÍMASAMNINGUM

Við vinnum nú með um tug framleiðenda og eimara á Korsíku við ræktun, uppskeru og eimingu þessarar dýrmætu plöntu – immortelle. Immortelle vex villt á Korsíku, en það væri bæði áhættusamt og ósjálfbært að nýta villtu plöntuna í framleiðslu. Þess vegna hófum við árið 2004 sérstakt verkefni fyrir skipulagða immortelle-ræktun – og þá voru 50 hektarar gróðursettir! Við vinnum með nokkrum framleiðendum á Korsíku sem rækta immortelle á lífrænan hátt. Samningar þeirra við L’OCCITANE ná yfir nokkur ár og tryggja þannig stöðugleika og sjálfbært samstarf.

MÖNDLUFRAMLEIÐENDUR

AÐ KOMA MÖNDLUTRJÁNUM AFTUR TIL PROVENCE

Aðalframleiðandi okkar á möndlum hefur langtímasamning við L’OCCITANE. Með stuðningi okkar hefur hann gróðursett yfir 15.000 möndlutré í Valensole-héraði í Provence. Við kaupum ekki aðeins heilar möndlur – við nýtum einnig brotnar möndlur sem annars myndu fara til spillis. L’OCCITANE er stofnaðili að France Amande, frönskum samtökum sem vinna að því að endurplanta möndlutrjám í stórum stíl í Provence.

28 rekjanlegar aðfangakeðjur, þar af rúmlega helmingur lífrænar

98 framleiðendur og yfir 10.000 tínendur

40 samningar, þar af 24 til nokkurra ára