Meira en vörumerki: Saga skuldbindinganna okkar
L‘Occitane var stofnað árið 1976, þegar stofnandinn Olivier Baussan byrjaði að eima ilmkjarnaolíur og selja þær á ástkæru landi sínu í Provence. Vörumerkið er byggt á sterkum grunni og hefur sannar sögur að leiðarljósi, það hefur stækkað heilmikið, en heimspekin okkar hefur alltaf haldist sú sama. Náttúran skiptir máli. Fólk skiptir máli. Þess vegna hefur L‘occitane sett sér 6 skýrar skuldbindingar, sem leggja áherslu á að vernda plánetuna okkar og að koma fram við fólk af virðingu.
Virðum líffræðilegan fjölbreytileika
HÚÐVÖRUR SEM VIRÐA NÁTTÚRUNA
Vörumerki sem elskar náttúruna lætur sér að sjálfsögðu náttúruvernd og sjálfbærni varða.
Við hjá L‘Occitane notum rekjanleg, sjálfbær innihaldsefni og við sjáum til þess að plönturnar séu ræktaðar án þess að skaða umhverfið né líffræðilegan fjölbreytileika plantanna. Við höfum meira að segja þróað birgðakeðju sem verndar staðbundnar plöntutegundir.
Á meðal okkar margra aðgerða, hófum við fyrstu lífrænu Immortelle stórræktina í Korsíku, við tókum þátt í að flytja möndlutréin aftur til Provence og við erum að vinna að því að vernda lavenderblómin frá Provence þar sem að þeim stafar ógn af loftlagsbreytingum. Við erum líka að taka þátt í að gróðursetja limgerði, styðja heimkynni plantna og vernda gömul og sjaldgæf afbrigði.
Markmið okkar: að hafa stuðlað að verndun 1.000 plöntutegunda og afbrigða þeirra fyrir 2025.
Stuðningur við framleiðendur
HÚÐVÖRUR MEÐ VIRÐINGU FYRIR FÓLKI
Samband okkar við framleiðendur okkar er einstakt og það er byggt á trausti og sameiginlegri virðingu.
Það eru þeir sem að rækta rekjanleg innihaldsefni úr héraði sem eru grunnurinn að okkar vörum.
Við erum með langtímasamninga, við borgum þeim góð laun, og veitum þeim tæknilegan og fjárhagslegan stuðning. En við viljum fara skrefinu lengra....
Markmið okkar: Að stunda sanngjarna viðskiptahætti (e. Fair Trade) við alla okkur framleiðendur okkar fyrir 2025.
Getum við náð því?
Já það getum við !!
Minnkum sóun
HÚÐVÖRUR SEM VIRÐA NÁTTÚRUNA
Hefur þú heyrt um R-in þrjú frá L‘occitane?
Endurvinnum (recycle), Minnkum (reduce), Bregðumst við (react)!
L‘Occitane hefur áhyggjur af áhrifum plastmengunar. Og við erum að reyna að gera hlutina öðruvísi. Í mörgum verslunum okkar bjóðum við uppá endurvinnsluþjónustu og erum við í samstarfi við TerraCycle ® sem hjálpar okkur með umbúðir sem erfitt er að endurvinna.
Við seljum áfyllingar fyrir fjölmargar af okkar vörum og vinnum að því að gera umbúðirnar okkar eins umhverfisvænar og mögulegt er.
Markmið okkar: Að tryggja að 100% af flöskunum okkar séu gerðar úr 100% endurunnu plasti fyrir árið 2025, og að allar verslanirnar hjá okkur bjóði uppá endurvinnsluþjónustu og við erum á réttri leið!
Valdeflum konur
HÚÐVÖRUR MEÐ VIRÐINGU FYRIR FÓLKI
Við hjá L‘Occitane trúum á jafnrétti kynjanna og viljum valdefla konur og veita þeim stuðning til að ná markmiðum sínum.
Með vinnu okkar í Búrkína Fasó höfum við hjálpað konunum sem búa til shea smjörið okkar að öðlast meira sjálfstæði. Styrktarsamtökin okkar hafa gefið þeim aðgang að smálánum til að stækka rekstur sinn, lestrarnámskeiðum til að efla færni sína og aðgangi að menntun fyrir börnin þeirra. Á hverju ári seljum við svo fjáröflunarvörur til að efla leiðtogahæfni þeirra. Þetta gæti litið út fyrir að vera lítil skref en þau breyta heilmiklu.
Umhyggja fyrir sjón
HÚÐVÖRUR MEÐ VIRÐINGU FYRIR FÓLKI
Hefur þú tekið eftir punktaletrinu á umbúðunum okkar?
Eða fjáröflunarvörunum sem við seljum til að berjast gegn blindu?
Með samstarfi okkar við NGO og UNICEF, og með starfi styrktarsamtakanna okkar, vinnum við á nokkra vegu til að styðja blinda og sjónskerta. Við vinnum meðal annars að því að koma í veg fyrir blindu hjá börnum með því að tryggja að þau fái nægilegt A-vítamín, og við gefum fólki aukið aðgengi að sjónmælingum og augnlækningum.
Framtíðin er bjartari.
Fögnum handverki
HÚÐVÖRUR MEÐ VIRÐINGU FYRIR FÓLKI
Handverkshæfileikar eru að hverfa, en samt eru þeir svo svakalega mikilvægir!
Þegar þú hugsar um L‘Occitane, hugsar þú líklega um áreiðanleika, sérþekkingu, hefðir og auðvitað Provence. L‘occitane hefur alltaf verið ástríðufullt þegar að kemur að handverkum og sköpunargáfu, svo að það liggur beint við að fyrirtækið vinni með handverksfólki úr minni bæjum. Við munum sýna hæfileika þeirra og þekkingu í verslunum okkar og við vinnum með þeim svo þeir geti sýnt sína einstöku hönnun og vörur í verslunum okkar og svo að þú getir líka fengið að njóta fegurðarinnar sem kemur frá þeirra hefðum og handverkshæfileikum.
Markmið okkar: Að styðja handverksfólkið okkar og að deila færni og sögum þeirra með öðrum.