Minnkum sóun
SAGA UM AÐ VIRÐA JÖRÐINA
Við hjá L’Occitane höfum sett fókus í mörg ár að draga úr sóun, endurnýta og endurvinna
eins mikið og við getum, en það er ennþá meira sem við getum gert og erum við að
vinna í því! Núna ber öllum fyrirtækjum skylda að gera allt sem þau geta til að
draga úr sóun og koma í veg fyrir mengun. Framtíð plánetunnar okkar veltur á
aðgerðum okkar í dag!
ÓGNVEKJANDI STAÐREYNDIR
Árið 2050, er talið að meira verði af plasti en fiski í sjónum
50% af plastinu sem mannfólkið notar, er aðeins notað einu sinni!
Seinustu 10 ár hefur mannfólkið framleitt meira plast en við gerðum seinasta áratug.
MARKMIðin OKKAR
Við viljum tryggja að 100% af flöskunum okkar séu gerðar úr 100% endurunnu plasti og að 100% af okkar eigin verslunum bjóði upp á endurvinnsluþjónustu fyrir árið 2025.
TIL AÐ NÁ MARKMIÐI OKKAR:
1. Ætlum við að þróa fleiri umhverfishannaðar umbúðir
2. Ætlum við að koma með fleiri vistfræðilegar nýjungar!
Bregðumst við!
AROMA LÍNAN OKKAR: 100% ENDURUNNAR UMBÚÐIR SEINUSTU 10 ÁR!
Í snyrtivöruheiminum er glært plast yfirleitt notað. Við völdum að nota litaðar flöskur fyrir þessa línu svo við gætum gert þær úr 100% endurunnu PET (pólýtýlen tereftalat). Því eru Aroma flöskurnar grænar á litinn.
Fyrir 2025, viljum við vera nota endurunnið PET fyrir allar flöskurnar okkar, og við erum að vinna með Loop Industries til að gera það að veruleika.
Minnkum sóun
UMHVERFISVÆNNI ÁFYLLINGAR: AUÐVELD LEIÐ TIL AÐ MINNKA PLAST!
Mikið af vörunum okkar eru til í áfyllingum, sem eru úr 65-90% minna plasti en hefðbundnar flöskur.
Árið 2017 minnkaði plastnotkunin okkar um 7% þökk sé viðskiptavinum okkar sem velja áfyllingar.
Við mælum með að þegar þú hefur val, að velja umhverfisvænni kostinn! En við stefnum á að stækka úrvalið á áfyllingunum og selja enn fleiri áfyllingar á næstu árum.
Endurvinnum
LOOP: SANNKÖLLUÐ UMBREYTINGARTÆKNI
L’Occitane skrifaði nýlega undir samning við Loop Industries, sem notar byltingarkennt ferli til að breyta plasti sem annars hefði orðið að plastsóun í hreint, matvælahæft PET-plast.
Þökk sé þessari byltingarkenndu tækni, munum við ná markmiði okkar að nota 100% endurunnið plast fyrir flöskurnar okkar fyrir 2025.
Hver eru okkar næstu skref?
UMHVERFISVÆN HÖNNUN: ENDURHUGSUM UMBÚÐIR OKKAR
Við viljum hafa umbúðir okkar einfaldar: ekkert fínirí eða auka!
Með að minnka þykktina á umbúðunum höfum við sparað 28 tonn af plasti! Og nú ætlum við að skipta út sellófan hlífðarfilmunni fyrir nýja, vistvæna, jarðgerðarlausa lausn úr FSC-vottaðum viðartrefjum.
Fylgstu með næstu skrefum hjá okkur!