

SKOÐA FLEIRI VÖRUFLOKKA
Lýsing
Eiginleikar
- Umvefur húðina í kvenlegum blómailmi
Notkun
Úðaðu ilmvatninu á púlspunktana: háls, bringu og úlnliði. Má einnig úða á lín og fatnað. Haltu í 10 cm fjarlægð.
Ljúfur og spennandi ilmur, Néroli & Orchiée Eau de Toilette blandar saman ilmtónum úr tveimur dýrmætum hvítum blómum og skapar fullkomin samhljóm þeirra á milli. Ilmvatnið inniheldur seyði úr appelsínublómum frá Miðjarðarhafinu í bland við seyði úr hvítum orkedíum frá Madagaskar. Ávaxtakenndir tónar appelsínu ásamt hjartanótum ferskjunnar fullkomna svo ilminn sem helst á allan daginn.
Til að auka endingu og styrkleika ilmsins er gott að nota Néroli & Orchedée Body milk.
Néroli & Orchidée Eau de Toilette er partur af La Collection de Grasse línunni, en hún er skýrð í höfuðið á miðjarðarhafsborginni Grasse í Provence. Borgin hefur hlotið nafngiftina „Ilmvatnshöfuðborg heimsins“ vegna gífurlegrar sérþekkingar á ilmtónum og ræktun ilmjurta.
Höfuðtónar
Sítrónur, mandarínur, appelsínur
Hjartatónar
Nerólí, appelsínublóm, dalaliljur, jasmína, ferskja, fíkja
Grunntónar
Vanilla, hvítar orkídeur, íris, moskus
Innihaldsefni
Aðalinnihaldsefni
-
ILMUR ÚR APPELSÍNUBLÓMI ENFLEURAGE
Appelsínublómið sem kemur frá ábyrgri birgðarkeðju er handtínt og síðan umbreytt með enfleurage aðferðinni sem er vel þekkt í Grasse, höfuðborg ilmvatnsgerðar. Þetta seyði gefur ávaxta- og sítrónukeim. -
ILMANDI VANILLUSEYÐI
Frá ábyrgri birgðarkeðju, þar sem vanillan kemur frá hvítri orkídeu. Þetta vanilluseyði kemur frá vistfræðilegu ferli þar sem afurðirnar gefa okkur viðarkenndan og kryddaðan keim.
Sjá lista yfir innihaldsefni (INCI listi)
ALCOHOL DENAT. - AQUA/WATER - PARFUM/FRAGRANCE - CITRUS AURANTIUM AMARA (BITTER ORANGE) FLOWER OIL - CITRUS AURANTIUM AMARA (BITTER ORANGE) FLOWER EXTRACT - VANILLA PLANIFOLIA FRUIT EXTRACT - BENZYL SALICYLATE - LIMONENE - HYDROXYCITRONELLAL - ALPHA-ISOMETHYL IONONE - CITRONELLOL - LINALOOL - CITRAL - ISOEUGENOL - FARNESOL - GERANIOL - BENZYL ALCOHOL - CI 19140/YELLOW 5 - CI 17200/RED 33