Jólagjafir
Þó að jólahátíðin hafi mismunandi merkingu fyrir hvern og einn, sameinumst við í einni einfaldri ósk – að sýna þakklæti og gefa af okkur. Allar lúxus jólagjafirnar okkar eru fallega pakkaðar inn í einkennandi L’Occitane gjafaumbúðir og með ókeypis gjafapökkunarþjónustu okkar geturðu einnig bætt við persónulegri kveðju til að gera gjöfina enn sérstakari.
Jólagjafir eftir verði
Litlar dekurgjafir
Fallegar smágjafir sem gleðja alla. Fullkomnar í skógjafir eða leynivinaleiki.
Gjafir undir 10.000 kr
Uppgötvaðu úrval af vinsælum L’OCCITANE gjöfum á góðu verði – fullkomnar gjafir fyrir hvert tilefni.
Lúxusgjafir
Fáðu innblástur af glæsilegum lúxusgjöfum – fullkomið fyrir einhvern sérstakan (eða til að dekra við sjálfa(n) þig!).
Jólagjafir eftir vöruflokkum
Ilmvatnsgjafir
Lyftu gjöfinni þinni upp á nýtt stig með töfrandi ilmum L’OCCITANE – þar á meðal Verbena, Neroli og blómailmum sem höfða til allra
Líkamsvörugjafir
Dekraðu við ástvini þína frá toppi til táar með gjöf sem veitir slökun og endurnýjun – gerð af ást og umhyggju frá L’OCCITANE.
Andlitsvörugjafir
Gefðu þeim ljómandi húð með fallegri gjöf af háklassa húðvörum.
Tímabundnu jólalínurnar okkar
Premiers Rayons
Birtan í dögun færir með sér blómailm og mjúkan fíngerðan moskusferskleika morgundaggarinnar. Fyrsti bleiki sólargeislinn brýst í gegnum köldu morgunþokuna. Friðsælt loftið ber með sér róandi blómailm sem vekur skilningarvitin á blíðan hátt.
Ilmur af bóndarós og kamelíu fléttast saman við fíngerða tóna af peru og skapa mjúkan, ávaxtakenndan ferskleika í þessum blíða blómailm.
Lumière d'Hiver
Lífleg hádegisbirtan færir með sér sítrusilm og gullna birtu. Undir djúpbláum himni baðar sólin suðrænan gróður Provence í hlýjum, gylltum ljóma. Loftið ilmar af ferskri, ljómandi orku sólþroskaðs sítrusávaxtar.
Neroli og líflegir sítrustónar mynda fjörugan blómailm. Þessi táknræna blómaangan sameinast kraftmiklum greipaldinávexti, upplyft með bergamot og límónu og lýst upp af ilm af provence-salvíu, með mjúkum og næmum lokatón.
Nuit Festive
Birtan við sólsetur færir með sér glitrandi töfra og ávaxtaríkan, sætan ilm hátíðlegrar kvöldstundar. Ljósflugur lýsa upp skýin á meðan sólin sekkur, og vinir og fjölskylda njóta hlýjunnar frá arininum. Mjúk og glettin hljóð kvöldsins fylla ferskt loftið og skapa andrúmsloft glitrandi vetrarstemmningar.
Sólber og hvítvínstónar blandast saman í freyðandi, kampavínslíkan ljóma sem leiðir inn í sætan og girnilegan ilm af vanillu, sedrusviði og hinoki – dularfullan og heillandi ilm næturinnar.