Gerum veturinn hlýlegri

L'Occitane X Ljósið

Góðgerðarverkefni L'Occitane til styrktar Ljósinu. Lopastúkurnar eru prjónaðar af íslenskum handverkskonum úr afgangsgarni frá Tinnu prjónaverslun. 1500 krónur af hverri vöru í lopastúku renna í ár til Ljóssins.

Um Ljósið

Tinna Prjónaverslun

Tinna var stofnuð 1981 og sérhæfir sig í sölu og þjónustu á hannyrðavörum og útgáfustarfsemi. Tinna hefur gefið út fjöldann allan af prjónablöðum, s.s. Prjónablaðið Ýr og Ungabarnablöð ásamt prjónablaðinu TINNA sem öll hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin.

Hönnuður

Kristjana Björk eigandi www.hringlandi.is hannaði stúkurnar í ár. Kristjana er kennari að mennt og hefur mikla reynslu af hannyrðum. Munstrið er innblásið af merki Ljóssins. Kristjana greindist nýverið með brjóstakrabbamein og stofnaði í kjölfarið Litlu brjóstabúðina.

Handáburður í lopastúku

Nú getur þú nælt þér í handáburð eða fótakrem í lopastúku og styrkt starfsemi Ljóssins á sama tíma!

Skoða

Fótakrem í lopastúku

Nú getur þú nælt þér í handáburð eða fótakrem í lopastúku og styrkt starfsemi Ljóssins á sama tíma!

Skoða