Ferskur andlitsskrúbbur með sultukennda áferð sem inniheldur nýtínda pómelónu ávexti frá Korsíku. Skrúbburinn skrúbbar húðina mjúklega og endurheimtir náttúrulega útgeislun húðarinnar. Litlu fræin fjarlægja óhreinindi og dauðar húðfrumur svo húðin verður mjúk og full þæginda. Húðin verður samstundis fersk og geislandi. Skrúbburinn hentar öllum húðgerðum. Hafðu 6ml skrúbbinn þinn nærri þér hvert sem þú ferð. Hann smellur auðveldlega ofan í ræktartöskuna, handtöskuna eða með í fríið! Þessi sultukenndi andlitsskrúbbur er svo ferskur að hann minnir á heimagert marmelaði! Skrúbburinn, sem búinn er til úr pómelónu ávöxtum frá Korsíku, gefur húðinni útgeislun og mýkt. Upplifðu hvernig girnileg og óvænt áferðin dekrar við húðina um leið og skrúbburinn fjarlægir dauðar húðfrumur, gefur mýkt og útgeislun.
Aðalinnihaldsefni

Pomelo seyði
Inniheldur náttúrulegar ávaxtasýrur sem hjálpa til við að hreinsa og slétta húðina.
AQUA/WATER - GLYCERIN - POLYSORBATE 20 - CITRUS PARADISI (GRAPEFRUIT) FRUIT EXTRACT - LUFFA CYLINDRICA FRUIT POWDER - ACRYLATES/C10-30 ALKYL ACRYLATE CROSSPOLYMER - SILICA - CAPRYLYL GLYCOL - PENTYLENE GLYCOL - XANTHAN GUM - ETHYLHEXYLGLYCERIN - SODIUM HYDROXIDE - HYDROLYZED RICE PROTEIN - CITRIC ACID - TOCOPHEROL - DENATONIUM BENZOATE - PARFUM/FRAGRANCE - LIMONENE - LINALOOL - CI 19140/YELLOW 5 - CI 14700/RED 4.