DÖMUILMUR
HERRAILMUR
HEIMILISILMUR
Hver einasti L’OCCITANE ilmur segir sögu, endurlífgar goðsögn, syngur lag Provence. Fjölbreytt úrval okkar af ilmtónum henta mismunandi stíl og persónuleika hvers og eins, og alltaf með einstöku andrúmslofti Provence.
BOIS FLOTTE
Arómatískur & vatnskenndur
KARITÉ CORSE
Hlýr & munúðarfullur
OLIVIER ONDÉ
Ferskur & jarðbundinn
Eau Des Baux ilmurinn er dularfullur og grípandi ilmur sem býr yfir topp tónum úr rauðum piparkornum og kardimommu ilmkjarnaolíu sem bráðnar inn í hlýja hjartatóna af sýpris við og reykelsi.
L’Occitane Eau de Toilette er skapaður með því að eima ekta lavender og blanda við pipraða múskat ilmtóna af brenndum við. Ilmurinn býr yfir djúpum ilmtónum frönsku Provence, harðgerða eiginleika náttúrunnar og leyndardóma hennar. Þessi glæsilegi lúxus ilmur er ætlaður herrum en dömurnar elska hann líka!
Í Cap Cedrat blandast sítrus tónar cedrat ávaxtarins við kalda tóna myntu og viðarkenndra krydda. Þessi fersku og vatnskenndu ilmtónar blandast inn í hjarta tóna ilmsins og leysa þá úr læðingi heillandi og karlmannlega ilmtóna fjólulaufa og lavenders. Svartur pipar, bleik piparkorn og engifer gefa ilmtónunum kryddað ívaf. Að lokum koma fram djúpir viðarkenndir tónar sedar viðs, ambers og muskus sem mýkja sterkan persónuleika ilmsins.
Ertu búin/nn að uppgötva þinn uppáhalds ilm? Af hverju ekki að dekra við mennina í kringum þig með ilmtónum sem passa fullkomlega við persónuleika þeirra?
Það skiptir okkur hjá L’Occitane miklu máli að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn plast úrgangi. Þess vegna styðjum við fyrsta verkefnið þar sem siglt er um heiminn með það að markmiði að vinna gegn mengun hafsins með því að tækla upptök þess: á landi.
Fáðu nýjustu fréttirnar okkar, sérstök tilboð og húðumhirðuráð
Við notum vafrakökur til að gefa þér sem besta verslunarupplifun. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar, álítum við að þú samþykkir notkun okkar á vafrakökum. Fáðu frekari upplýsingar um vafrakökur og hvernig þú hafnar þeim. Fyrir frekari upplýsingar og til að breyta stillingum fyrir vafrakökur, smelltu hér.