Íslenska / English
Karfa
Frí heimsending á pöntunum yfir 10.000 kr 
Hvað stöndum við fyrir
Hvað stöndum við fyrir

Við hjá L‘OCCITANE leitumst við að bjóða það besta frá Provence í einstökum húðvörum sem undirstrika ljómandi náttúrulega fegurð. Á hverjum degi skuldbindum við okkur til að vernda stórkostlegt náttúrulegt umhverfið sem hættir aldrei að koma okkur á óvart.

L'OCCITANE, SAGA SEM BYRJAR Í PROVENCE

Þetta byrjaði allt á mörkuðum Provence. Með aðeins gamla eimingarvél, lítinn vörubíl og góða þekkingu á plöntum að vopni, tók hinn 23 ára gamli Olivier Baussan til hendinni við að eima rósmarín ilmkjarnaolíur til að selja í grenndinni. Framleiðslan fór svo úr olíum í sápur og þaðan í krem. Innblásturinn kom alltaf frá landinu sem hann ólst upp í til að færa heimilum heimsins náttúrulega fegurð frá Provence.

provence essential oil
sustainable sourcing
SJÁLFBÆR RÆKTUN

L'OCCITANE vinnur náið með yfir 130 frönskum bændum og 10.000 tínslufólki – allt frá immortelle ökrum Korsíku að lavender ökrunum í Provence – til að tryggja hágæða hráefni sem ræktað sé á eins sjálfbæran máta og mögulegt er.

NÝSKÖPUN OG RANNSÓKNIR
YFIRSTÍGUM TAKMARKANIR MEÐ RANNSÓKNUM

Rannsóknir okkar taka alltaf mið af leið náttúrunnar, sem er lykillinn að því að skapa árangursríkar náttúrulegar húðvörur. L‘OCCITANE fjárfestir ríkulega í rannsóknum en við eigum okkar eigin rannsóknarstofu í hjarta Haute-Provence svæðinu í Manosque. Teymi 100 vísindamanna vinna á 11 vísindastofum að rannsóknarefnum eins og sameindalíffræði, plöntuvinnsluaðferðum og efnagreiningu svo við getum sífellt sett markið hærra.

laboratory
SKULDBINDINGAR OKKAR
GILDIN OKKAR SNERTA VIÐ LÍFUM ÚT UM ALLAN HEIM

Við reynum eftir fremsta megni að láta gott af okkur leiða og gefa tilbaka til heimsins með góðgerðarsamtökum okkar, L‘OCCITANE Foundation. Samtökin voru stofnuð árið 2006 með tvö aðal umhugsunarefni; stuðning við sjónskerta um heim allan og efnahagslega eflingu kvenna í Búrkína Fasó. Ofan á það, tekur starfsfólk okkar þátt í verkefnum samtakanna, allt frá endurbyggingu eftir flóðbylgjur í Japan að verndun náttúrulegrar arfleifðar Provence.

L'Occitane Spa
Upplifun fyrir skynfærin

L‘Occitane Spa er náttúruleg framlenging af L‘Occitane. Raunveruleg og náttúruleg upplifun er hluti af hjarta fyrirtækisins. Við veljum alltaf handnudd fram yfir raftæki, og sameinum táknræn innihaldsefni frá Miðjarðarhafinu og hefðbundnar nuddmeðferðir alls staðar að úr heiminum. Í dag eru L‘Occitane Spa staðirnir orðnir yfir 90 talsins, allt frá stórum „flaggskipum“, litlum dekurstofum sem tengjast verslunum okkar að einstökum „Spa by L‘Occitane“ á 5 stjörnu hótelum með sál. Hver staður býður upp á okkar einkennandi dekur upplifun.  

spa

Fáðu nýjustu fréttirnar okkar, sérstök tilboð og húðumhirðuráð

ÖRUGG GREIÐSLA
Greiðslukerfið á vefsíðunni okkar er rekið af greiðslumiðlun sem sérhæfir sig í öruggum greiðslum á netinu. Nánari upplýsingar er að finna í "greiðslu" hluta skilmála okkar.
AFHENDING
Sendingartími er 2-4 virkir dagar og er sendingarkostnaður ókeypis fyrir allar pantanir yfir 10.000 kr. 
AÐSTOÐ
Hvernig getum við aðstoðað? Vinsamlegast hringdu í síma 545 0600
Mánudaga – föstudaga frá kl. 9-16
(Fyrir utan almenna frídaga)

Við notum vafrakökur til að gefa þér sem besta verslunarupplifun. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar, álítum við að þú samþykkir notkun okkar á vafrakökum. Fáðu frekari upplýsingar um vafrakökur og hvernig þú hafnar þeim.
Fyrir frekari upplýsingar og til að breyta stillingum fyrir vafrakökur, .