Íslenska / English
Karfa
Frí heimsending á pöntunum yfir 10.000 kr 
Hvað er í formúlunum okkar?

Hvað er í formúlunum okkar?

Viðmið L’Occitane um hrein innihaldsefni

L’Occitane en Provence hefur alltaf og mun alltaf leggja mikla áherslu á öryggi viðskiptavina okkar og að lágmarka áhrif okkar á umhverfið á hverju stigi líftíma vöru. Við erum einnig þekkt fyrir að bjóða viðskiptavinum okkar upp á einstaka dekur upplifun með hágæða áferð, ilmtónum og lúxus framsetningu án þess að draga úr virkni varanna okkar.

Við erum meðvituð um þróun heimsins og þarfir viðskiptavina okkar. Við höfum þróað viðmið um hrein innihaldsefni - sem ganga skrefinu lengra en almennar reglur gera kröfur um. Með því deilum við vali okkar á innihaldsefnum á gegnsæjan hátt til viðskiptavina okkar: þar greinir sérstaklega frá innihaldsefnunum sem við viljum helst nota, efnum sem við notum ekki og þau sem við notum í lágmarki og við erum í stöðugri leit að náttúrulegri og umhverfisvænni kostum í staðinn fyrir. Samhliða kraftmiklum áætlunum okkar um stöðugar umbætur, höfum við skorað á okkur sjálf á alþjóðlegum vettvangi með viðmiðunum um hrein innihaldsefni til viðbótar við innihaldsefna skuldbindingar okkar. Þessi viðbótar viðmið undirstrika aukna skuldbindingu okkar um enn náttúrulegri formúlur (fyrir vörur sem eru ekki skolaðar af) og innihaldsefni sem lágmarka áhrif okkar á umhverfið (fyrir vörur sem eru skolaðar af), án þess að draga úr dekrandi áhrifum, virkni og öryggi vara okkar.


 

MERKIÐ OKKAR FYRIR HREIN INNIHALDSEFNI
 
Vörurnar okkar sem hafa uppfyllt þessa háu kröfu okkar um
skuldbindingar okkar þekkjast auðveldlega af þessu merki.
Náttúrulegt gegnsæi

Í YFIR 40 ÁR…

L’OCCITANE hefur haft lykilreglur jurtalækninga* og ilmmeðferða** að leiðarljósi í yfir 40 ár. Nýsköpun er kjarninn í vinnu okkar og við búum yfir teymi sérfræðinga sem standa fyrir 20 mismunandi vísindagreinar (efnafræðingar, búfræðingar, örverufræðingar, eiturefnafræðingar, húðsjúkdómafræðingar…). Þessir sérfræðingar vinna statt og stöðugt að því að uppgötva nýjar áferðir og eiginleika sem náttúrulegu virku innihaldsefni okkar geta boðið upp á og standa fyrir prófunum á virkni þeirra.

Vörurnar okkar eru búnar til með tvennt í huga, fólk og náttúru. Auk þess að bæta formúlur okkar í sífellu, stefnum við einnig að því að draga úr áhrifum okkar á umhverfið. Við fáum rekjanlegu innihaldsefnin okkar frá traustu neti staðbundinna birgja sem við veljum vandlega og byggjum upp langvarandi samstörf með. Gæði innihaldsefna okkar skipta okkur gríðarlega miklu máli (sem dæmi: vernduð upprunavottun, lífræn- og sjálfbær ræktun) og við notum hágæða innihaldsefni í viðeigandi styrk hverju sinni.

 

Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að bjóða þér sífellt náttúrulegri formúlur. Við leitumst alltaf við að ögra aðferðum okkar svo við getum bætt okkur. Við erum stolt af frumkvöðlastarfi okkar og stöndum vörð um það en í dag höfum við sótt um yfir 70 einkaleyfi.

*Jurtalækningar (e. Phytotherapy) er forn og hefðbundin notkun á plöntum byggð á eiginleikum náttúrulegra jurta til heilsubætandi notkunar.
 **Ilmmeðferðir (e. Aromatherapy) er ein af helstu sviðum náttúrulækninga. Það eru mild meðöl byggð á náttúrulegum eiginleikum ilmkjarnaolía.

Hvað felur skuldbinding okkar um náttúrulegar formúlur í sér?
REKJANLEIKI

REKJANLEIKI

30 BIRGÐAKEÐJUR MEÐ REKJANLEG INNIHALDSEFNI, ÞAR AF ERU 50% MEÐ LÍFRÆNA VOTTUN.

PLÖNTU INNIHALDSEFNI

PLÖNTU INNIHALDSEFNI

YFIR 300 INNIHALDSEFNA OKKAR KOMA FRÁ PLÖNTUM. ÞAÐ ER FORGANGSATRIÐI OKKAR AÐ NOTA ÞESSI INNIHALDSEFNI Í FORMÚLURNAR OKKAR.

RÆKTENDUR

RÆKTENDUR

VIÐ VINNUM MEÐ 110 RÆKTENDUM OG YFIR 10.000 TÍNSLUMÖNNUM. SAMAN RÆKTUM VIÐ OG UPPSKERUM MEIRA EN 5.200 HEKTARA LANDS.

JEAN-LOUIS PIERRISNARD, SAMSKIPTASTJÓRI VÍSINDASVIÐS

"Sagt er að fegurðarleyndarmál Provence sé að finna í plöntum þess. Það er á vísindastofunum okkar sem þessi leyndarmál uppgötvast."
Okkar loforð
NÁTTÚRULEGT
UMHVERFISVÆNAR SNYRTIVÖRUFORMÚLUR


Eitt af markmiðum okkar er að bjóða upp á vörur sem eru náttúrulegri og niðurbrjótanlegri til þess að draga úr áhrifum þeirra á umhverfið.

Við vinnum sífellt að því langtímamarkmiði okkar að verða sífellt náttúrulegri, sem er hvatningin á bak við rannsóknirnar og þróunarvinnuna okkar. Náttúruleg innihaldsefni og formúlur gera okkur kleift að skapa vörur með ánægjulegum áferðum og prófaðri virkni. Með því að nota náttúruleg innihaldsefni tryggjum við sjálfbæra birgðakeðju um leið og við virðum líffræðilegan fjölbreytileika plánetunnar okkar.

Við stuðlum að umhverfisvænni framleiðslu fyrir innihaldsefni okkar með því að nota orkusparandi og umhverfisvænar aðferðir. Þar á meðal má nefna eimingu (til að búa til ilmkjarnaolíur og blómavötn), kaldpressun (til að búa til jurtaolíur eða sítrusolíur) eða með því að leysa hráefni upp með því að leggja þau í bleyti (e. maceration).

ÖRYGGI
ÖRYGGI VIÐSKIPTAVINA OKKAR HEFUR ALLTAF VERIÐ OG MUN ALLTAF VERA Í FORGANGI. 

Við tryggjum að 100% allra nýrra vara okkar hafa undirgengið umfangsmiklar rannsóknir og prófanir sem nema um 1.200 á ári. 

Við framleiðum og stjórnum gæðum vara okkar áður en þær fara á markað og framfylgjum ströngustu alþjóðlegu stöðlum fyrir gæði og reglugerðir. 

Á hverjum degi vinnur 30 manna teymi okkar að því að tryggja að vörurnar okkar séu öruggar og fylgi eftir reglugerðum. Vinna þeirra byrjar á hönnunarstiginu og heldur áfram í gegnum allan markaðslíftíma vörunnar. 
VIRKNI
Virkni og áhrif innihaldsefna okkar eru prófuð á rannsóknarstofu og með nýjustu spáaðferðum. Hins vegar framkvæmum við líka neytendaprófanir og klínískar rannsóknir til viðbótar. 

Klínískar rannsóknir eru framkvæmdar af sjálfstæðum læknum (húðsjúkdómalæknum, augnlæknum og barnalæknum). Þeir framkvæma húðsjúkdóma prófanir í raunverulegum aðstæðum, eða í tilbúnum og stjórnuðum aðstæðum með sjálfboðaliðum. 
Innihaldssefni sem við kjósum að nota í formúlurnar okkar
- INNIHALDSEFNI FRÁ PROVENCE & MIÐJARÐARHAFSSVÆÐINU

- YFIR 40 ILMKJARNAOLÍUR: þar á meðal immortelle, lavender, einir, brúðarlauf og rósmarín

- BLÓMAVÖTN: þar á meðal verbena, rós, lavender og immortelle

- PLÖNTUR LAGÐAR Í BLEYTI (e. macerates)

- PLÖNTUOLÍUR yfir 20 olíur eins og sæt möndluolía, kvöldvorrósarolía og hjólkrónuolía

- PLÖNTUSMJÖR eins og shea, kókos og möndlu

- PLÖNTU SEYÐI eins og olíu- eða vatnsseyði

- NÁTTÚRULEG SKRÚBBANDI EFNI eins og sykur, salt og möndluskeljar

- NÁTTÚRULEG ANDOXUNAREFNI eins og rósmarín seyði

- NÁTTÚRULEG EFNI SEM GERA VÖKVA GELKENNDAN

- STEINEFNA LITAREFNI

- INNIHALDSEFNI SEM HAFA EKKI VERIÐ ERFÐABREYTT

- GLÚTEINLAUS INNIHALDSEFNI

- NIÐURBRJÓTANLEG INNIHALDSEFNI

- VATN: hreinsað, milt og húðvænt vatn fengið með þrefaldri síunaraðferð
Innihaldsefni sem við notum ekki
- DÝRAAFURÐIR við notum engar dýraafurðir í vörurnar okkar, að undanskildum býflugnaafurðum eins og hunangi, propolis (býflugna lími) og drottningarhunangi

- PARABEN þar sem grunur leikur á um að þau valdi truflunum á innkirtlastarfsemi

- TRICLOSAN þar sem grunur leikur á um að það valdi truflunum á innkirtlastarfsemi

- DMDM HYDANTOIN þar sem það myndar formaldehýð og er flokkað sem CMR (efni sem getur ollið erfðafræðilegum stökkbreytum, verið skaðlegt æxlunarferlinu eða krabbameinsvaldandi)

- BHA (Butylated Hydroxyanisole) þar sem grunur leikur á um að það valdi truflunum á innkirtlastarfsemi

- BHT (Butylated Hydroxytoluene) þar sem grunur leikur á um að það valdi truflunum á innkirtlastarfsemi

- BENZOPHENONES 1 OG 3 þar sem grunur leikur á um að það valdi truflunum á innkirtlastarfsemi og það hefur reynst skaðlegt kóröllum.

- CYCLOTETRASILOXANE (D4) þar sem grunur leikur á um að það valdi truflunum á innkirtlastarfsemi og er mjög mengandi fyrir umhverfið

- PHTHALATES þar sem grunur leikur á um að það valdi truflunum á innkirtlastarfsemi

- PLASTAGNIR (e. microbeads) þar sem þær eru raunveruleg ógn við umhverfið
 
Innihaldsefni sem við notum í litlu magni

OG SEM VIÐ LEITUM STÖÐUGT EFTIR AÐ GETA SKIPT ÚT FYRIR NÁTTÚRULEGRI OG “GRÆNNI” KOST

- PHENOXYETHANOL sem notað er sem rotvarnarefni til að viðhalda gæðum formúlunnar yfir tíma
 
- SÍLÍKON sem notað er til að veita silkimjúka áferð sem verður ekki klístruð á húðinni og auðveldar notkun vörunnar
 
- ETHYLHEXYL METHOXYCINNAMATE sem notað er sem sólarvörn sem verndar húðina og vöruna gegn skaðlegum geislum sólarinnar
 
- PEGnotað sem ýruefni sem veitir ánægjulega áferð og viðheldur gæðum formúlunnar yfir tíma, eða til að fá fram hreinsandi eða froðumyndandi eiginleika þegar varan er notuð
 
- SÚLFÖT notuð sem ýruefni eða froðumyndandi efni til að veita ánægjulega áferð, gefa stöðuga dreifingu formúlunnar og viðhalda gæðum og stöðugleika vörunnar yfir tíma
 
- JARÐEFNAOLÍU AFLEIÐUR(Isoparaffin, Ozokerite) fituefni sem notuð eru til að gefa ánægjulega áferð og viðhalda gæðum formúlunnar yfir tíma
 
- PHMB (Polyhexamethylene Biguanide) sem notað er sem rotvarnarefni til að viðhalda gæðum formúlunnar yfir tíma
 
- DISODIUM EDTA viðheldur stöðugleika formúlunnar við blöndun við önnur hráefni og heldur formúlunni stöðugri yfir tíma
 
- OFNÆMISVAKAR (e. allergens) sem finnast í ilmvötnum eða náttúrulegum plöntuseyðum. Upptalning þeirra er skylda jafnvel þó að hlutfall sé mjög lítið í vöru
 
- ILMEFNI  ilmvötnin okkar byggjast að mestu í kringum kjarna náttúrulegra innihaldsefna og uppfylla öll ströngustu skilyrði og reglugerðir. Þau virða bönn á ortoísómeríði (e. phthalates), fjölhringa muskus (polycyclic musks) og fjölhringa kolvatnsefni eða PAH (e. polycyclic aromatic hydrocarbons)
 


ALLAR OKKAR VÖRUR ERU Í FULLU SAMRÆMI VIÐ ALÞJÓÐLEGAR REGLUGERÐIR. FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR UM HVERT INNIHALDSEFNANNA SMELLTU HÉR.
Viltu vita meira?

Fáðu nýjustu fréttirnar okkar, sérstök tilboð og húðumhirðuráð

ÖRUGG GREIÐSLA
Greiðslukerfið á vefsíðunni okkar er rekið af greiðslumiðlun sem sérhæfir sig í öruggum greiðslum á netinu. Nánari upplýsingar er að finna í "greiðslu" hluta skilmála okkar.
AFHENDING
Sendingartími er 2-4 virkir dagar og er sendingarkostnaður ókeypis fyrir allar pantanir yfir 10.000 kr. 
AÐSTOÐ
Hvernig getum við aðstoðað? Vinsamlegast hringdu í síma 545 0600
Mánudaga – föstudaga frá kl. 9-16
(Fyrir utan almenna frídaga)

Við notum vafrakökur til að gefa þér sem besta verslunarupplifun. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar, álítum við að þú samþykkir notkun okkar á vafrakökum. Fáðu frekari upplýsingar um vafrakökur og hvernig þú hafnar þeim.
Fyrir frekari upplýsingar og til að breyta stillingum fyrir vafrakökur, .