Íslenska / English
Karfa
Frí heimsending á pöntunum yfir 10.000 kr 
Allt sem þú þarft að vita um áfyllingar

Árið 2018 samþykkti Evrópusambandið að banna notkun á einnota plasti fyrir árið 2021 -  það er stórt skref í áttina að því að draga úr plastúrgangi sem safnast fyrir í höfunum okkar. Í dag fer 91% af plastinu sem við notum ekki í endurvinnslu og mikið af því rennur út í sjó. Það eyðileggur ekki bara fegurð óspilltra stranda heimsins og kóralrifa, heldur skaðar þetta einnig lífið í sjónum. Dýrin rugla oft björtum litum plastumbúðanna við æti og flækjast í þeim. Með aukinni umhverfisvitund verður ákvörðunin að skipta yfir í umhverfisvænni umbúðir auðvelt val. Breytingin getur til dæmis verið að nota áfyllanlega sápuflösku í stað einnota. Okkar framlag til að vernda plánetuna nær allt frá ólífutrjáaökrunum í Provence að höfum jarðarinnar og gerum við það með sjálfbærum umbúðum og umhverfisvænum vörum. Markmið okkar fyrir árið 2025 er að 100% verslanna L´Occitane bjóði upp á TerraCycle® endurvinnslustöðvar (frekari upplýsingar hér að neðan!) og að 100% af umbúðunum okkar verði gerðar úr endurunnu plasti.

Refills
Við höfum boðið upp á áfyllingarvörur síðan 2008

Undanfarinn áratug hafa mörg fyrirtæki dregið úr plastnotkun sinni og við erum stolt af því að segja að við höfum alltaf verið í fararbroddi hreyfingarinnar. Í dag eru 10 ár síðan við kynntum okkar fyrstu umhverfisvænu áfyllingarvöru - fljótandi Verbena sápuna okkar, sem inniheldur mýkjandi shea smjör og gefur léttan og ferskan sítrus ilm af verbena laufum. Í dag bjóðum við upp á 25 umhverfisvænar áfyllingar og það eru miklu fleiri væntanlegar.

Áfyllingar bjarga deginum

Árið 2018, gátum við minnkað plastnotkun okkar um 124 tonn, þökk sé umhverfisvænu áfyllingarpokunum okkar. Það vegur þyngra en steypireyður, eða tvöfalt þyngra en geimfar (Endeavour geimfar NASA vó 71 tonn!) Hver umhverfisáfylling sem þú kaupir kemur í veg fyrir uppsöfnun plastúrgangs að jafnvirði u.þ.b. 50 plastglasa, 300 plaströra eða 3.000 bómullarskífa endi í höfunum okkar.

Eco refills save the day
We recycle old products
Endurvinnum

Í dag bjóða verslanir L´Occitane í nokkrum löndum upp á að fara með notaðar snyrtivöruumbúðir aftur í verslunina til endurvinnslu. Í þessum löndum er alþjóðlegt samstarf við TerraCycle® sem þýðir að ekki þarf að senda notaðar snyrtivöruumbúðir til urðunar - eða árþúsundar langrar ferðar um Atlantshafið - þar sem þeim er í stað breytt í nýjar vörur. Markmið L´Occitane fyrir árið 2025 er að 100% verslana okkar muni bjóða upp á þennan valkost, þar með talið á Íslandi.

Litlar breytingar sem hafa mikil áhrif

Við hjá L'Occitane leggjum mikið upp úr verndun náttúrunnar - allt frá nærandi eiginleikum afríska shea smjörsins til afslappandi ilms lavenderblómsins frá Provence. Það er okkar hagur að varðveita umhverfið og höfum við því aldrei notað plastpoka, einnota plastglös eða plaströr.

Það er að sjálfsögðu alltaf hægt að gera betur, svo við höfum ákveðið að skipta einnota innpökkunarplastfilmum fyrir niðurbrjótanlegar og munum nota umhverfisvæna spaða fyrir vöruprófanir í verslunum okkar. Að sama skapi munum við fjarlægja plastspaðana úr hverri vörupakkningu til að halda plastnotkun okkar í lágmarki.

Sparaðu pening og verndaðu umhverfið

Umhverfisvænu áfyllingarnar okkar eru líka ódýrari. Til dæmis kostar áfyllingin fyrir Verbena handsápuna okkar 2.190 kr fyrir 500ml en venjulega Shea Verbena sápuflaskan kostar 2.790 kr. Þetta sparar þér 600 krónur við hver kaup. Buddan léttist ekki of mikið og þú ert um leið umhverfisvænni!

Fáðu nýjustu fréttirnar okkar, sérstök tilboð og húðumhirðuráð

ÖRUGG GREIÐSLA
Greiðslukerfið á vefsíðunni okkar er rekið af greiðslumiðlun sem sérhæfir sig í öruggum greiðslum á netinu. Nánari upplýsingar er að finna í "greiðslu" hluta skilmála okkar.
AFHENDING
Sendingartími er 2-4 virkir dagar og er sendingarkostnaður ókeypis fyrir allar pantanir yfir 10.000 kr. 
AÐSTOÐ
Hvernig getum við aðstoðað? Vinsamlegast hringdu í síma 545 0600
Mánudaga – föstudaga frá kl. 9-16
(Fyrir utan almenna frídaga)

Við notum vafrakökur til að gefa þér sem besta verslunarupplifun. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar, álítum við að þú samþykkir notkun okkar á vafrakökum. Fáðu frekari upplýsingar um vafrakökur og hvernig þú hafnar þeim.
Fyrir frekari upplýsingar og til að breyta stillingum fyrir vafrakökur, .