Íslenska / English
Karfa
Frí heimsending á pöntunum yfir 10.000 kr 
Skilmálar
1. ALMENN ÁKVÆÐI
Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á netverslun sem er rekin af umboðsaðila L'Occitane á Íslandi, RS Snyrtivörum ehf., kt. 490104-2080, Dalvegi 16D, 200 Kópavogi. Til einföldunar verður hér eftir talað um „L'OCCITANE“ í skilmálunum . Í skilmálunum eru skilgreind réttindi og skyldur L'OCCITANE annars vegar og kaupanda vöru eða þjónustu hins vegar. Hafi skilmálarnir ekki verið samþykktir við nýskráningu á vefsíðu L'OCCITANE teljast þeir samþykktir við fyrstu kaup á vöru eða þjónustu.

„Kaupandi“ er einstaklingur, sem er aðili samnings en stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e. einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Kaupandi verður að vera a.m.k. 16 ára. „Kaupandi“ getur líka verið fyrirtæki ef lög um um þjónustukaup nr. 42/2000 eiga þá við. Þessi lög gilda um réttarstöðu samningsaðila þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir. L'OCCITANE selur vörur eða þjónustu til kaupanda á vefsvæði sínu. L'OCCITANE býður einnig kaupanda að fá vöruna senda heim til sín eða á pósthús.
2. UPPLÝSINGAR OG VERÐ
Verð á vefsvæði L'OCCITANE og í útsendum tölvupóstum eru með virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. L'OCCITANE áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld, skemmd, gölluð. L'OCCITANE mun upplýsa kaupanda um allt slíkt eins fljótt og kostur er, og hugsanlega koma með tillögu að annarri vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna. 
3. PERSÓNUUPPLÝSINGAR
Á vefsíðu L'OCCITANE er aðgengileg persónuverndarstefna félagsins og er kaupendum bent á hana til frekari upplýsinga. Í þessari persónuverndaryfirlýsingu kemur fram hvernig L'OCCITANE umgengst þær persónuupplýsingar sem L'OCCITANE geymir um kaupanda og hvaða réttindi hann á varðandi upplýsingarnar.

Til að kanna öryggi vefsvæðisins, vinsamlega skoðaðu neðri stiku vafrans þíns þegar þú fyllir út greiðsluupplýsingarnar. Þar muntu sjá ólæstan lykil eða læstan lás sem sýnir að dulkóðun síðunnar sé virk og að upplýsingarnar þínar séu öruggar. Af öryggisástæðum mælum við eindregið með því að þú sendir ekki kreditkortanúmer í venjulegum tölvupósti en notar frekar öruggt umhverfi vefsíðunnar.
Þegar þú leggur inn pöntun á vefsíðunni verður þér boðið að nota háþróaðan og öruggan þjón. Hugbúnaður þjónsins dulkóðar allar upplýsingar sem þú slærð inn áður en við fáum þær sendar. Með þessum hætti ver L'OCCITANE hverja viðskiptafærsla sem fer í gegnum vefsíðuna og tryggir eftir bestu getu að aðrir aðilar hafi ekki aðgang að kortaupplýsingum kaupanda.
 
Engar kredit- eða debetkorta upplýsingar eru geymdar eftir að gengið hefur verið frá pöntun nema kaupandi hafi sérstaklega veitt  L'OCCITANE leyfi til þess. Kreditkortaupplýsingar eru geymdar á tryggan og öruggan hátt.

L'OCCITANE fer eftir gildandi lögum og reglum um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga.
4. SENDINGARKOSTNAÐUR OG AFHENDINGARMÁTI
L'OCCITANE á Íslandi sendir vörur einungis á svæði innanlands. Allar pantanir fara í gegnum Íslandspóst. Ef kaupandi óskar eftir því að fá senda vöru utan Íslands bendir L'OCCITANE á alþjóðlegu vefsíðuna: www.loccitane.com.

Kaupandi skal ekki greiða sendingarkostnað þegar hann kaupir vörur fyrir meira en 10.000 kr.
Hægt er að velja hvort varan fáist heimsend, í póstbox eða send á næsta pósthús. Sendingartími er að jafnaði 3-4 virkir dagar.

Heimsending er einungis í boði innanlands og aðeins á þau svæði sem Íslandspóstur býður upp á. Sjá nánar á vefsíðu Íslandspósts, www.postur.is.
5. SAMNINGURINN


Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála L'OCCITANE. Skilmálarnir eru aðgengilegir á vefsvæði L'OCCITANE. Hver kaup eru bindandi fyrir kaupanda samkvæmt skilmálum og skilyrðum L'OCCITANE.

6. GREIÐSLA
Greiðslu getur kaupandi innt af hendi með eftirfarandi hætti:
Kredit- eða debetkort: Greiðsla fer fram á sama tíma og kaupandi skráir kaup sín. Greiðsla með kreditkorti fer fram í gegnum örugga greiðslugátt sem kaupanda er beint sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplýsingar. Þegar kaupandi staðfestir upplýsingarnar er greiðslan skuldfærð af kortinu.

L'OCCITANE tekur á móti greiðslum með VISA og MasterCard. L'OCCITAN tekur einnig við bankamillifærslum.
7. SKILARÉTTUR
L'OCCITANE skuldbindur sig til að afhenda kaupanda vöru í samræmi við skilmála þessa og gildandi rétt. Kaupandi getur skilað vörum til L'OCCITANE innan 30 daga. L'OCCITANE áskilur sér rétt til að skoða að varan sé í lagi og til að koma í veg fyrir misnotkun á 30 daga skilarétti. Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi ásamt umbúðum. Reikningur eða kvittun fyrir kaupum eru skilyrði fyrir vöruskilum. Útsöluvörum og ákveðnum tilboðsvörum fæst hvorki skilað né skipt.

Ef til endurgreiðslu kemur innan 30 daga frá kaupum, skv. tilmælunum, mun L'OCCITANE endurgreiða kaupanda vöruna á sama hátt og viðskiptavinur notaði við greiðslu - þ.e. með bakfærslu á kredit- eða debetkortin eða með inneign hjá L'OCCITANE sem kaupandi getur ráðstafað að vild í næstu kaupum hjá L'OCCITANE. 

Vörur sem greiddar voru með gjafakorti er aðeins hægt að endurgreiða með gjafakorti. Gjafakort fást ekki endurgreidd.

Kaupandi getur skilað vörum í verslun L'OCCITANE í Kringlunni eða með því að hafa samband við þjónustudeild í netfangið netverslun@samvirki.is eða í síma 545-0600 (þjónustudeild er opin mánudaga til föstudaga, 9:00-16:00).
8. GALLI
Ef vara er gölluð er L'OCCITANE skylt að bjóða kaupanda nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003 á kaupandi rétt á því að fá gallaða vöru bætta ef tilkynning berst okkur innan tveggja mánaða frá því að kaupandi varð var við galla. L'OCCITANE mælir með því að kaupandi sendi tölvupóst eða hringi í þjónustuver L’OCCITANE sem fyrst frá því að galli uppgötvast. L'OCCITANE sendir staðfestingu til baka um móttöku tölvupóstsins. L'OCCITANE áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð innan 7 daga. 
9. AFSLÁTTARKÓÐAR
Öðru hverju sendir L’OCCITANE viðskiptavinum tilboð í gegnum tölvupóst, bæklinga og auglýsingar. Ef kaupandi er meðlimur í VIP Provence klúbb L’OCCITANE getur hann fengið tölvupóst frá L’OCCITANE með kynningum og tilboðum með sérstökum kóðum með kaupaukum, fríum sendingum eða öðrum afsláttum. Kaupandi getur skráð sig í VIP Provence klúbbinn með því að ýta á “Skrá netfang” fremst á vefsíðu L’OCCITANE.  Tilboðskóðar (nema annað sé tekið fram) eru ætlaðir til að innleysa einn kaupauka á hvern viðskiptavin og er ekki hægt að sameina með öðrum tilboðum eða afsláttum, á meðan birgðir endast. L’Occitane áskilur sér rétt til að skipta kaupauka út fyrir annan með sambærilegu virði. 
10. ÁBYRGÐ
Ábyrgð L'OCCITANE hefur ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup nr. 48/2003. Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við lög um neytendakaup og miðast við dagsetningu kaupa til einstaklinga. Ef um er að ræða sölu til fyrirtækis er ábyrgð á galla 1 ár frá kaupdagsetningu samkvæmt lögum um lausafjárkaup nr. 50/2000.

Ábyrgð fellur úr gildi ef vara hefur verið opnuð eða átt við hana án samþykkis L'OCCITANE þrátt fyrir að þar hafi verið viðurkenndur aðili. Ábyrgðin fellur líka úr gildi ef rekja má galla til illrar eða rangrar meðferðar. 
L'OCCITANE áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála innan 7 daga. Ef vara fellur undir ábyrgðarskilmála þá er L'OCCITANE skylt að bjóða kaupanda nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa.
11. ANNAÐ
L'OCCITANE áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, enda verði kaupanda tilkynnt um það. Útsending nýrra skilmála til kaupanda og/eða birting á vefsíðu L'OCCITANE telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að kaupandi hafi samþykkt breytinguna ef hann kaupir vöru eða þjónustu eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út. 

 

12. ÁGREININGUR
Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991
13. GILDISTÍMI

Skilmálar þessir gilda frá 1. júlí 2019

HAFA SAMBAND
Fyrir nánari upplýsingar um vörur okkar eða hvers kyns fyrirspurnir, hafið samband við þjónustudeild okkar í netfangið netverslun@samvirki.is eða í síma 545-0600, mánudaga til föstudaga á milli kl 9:00 og 16:00. 

Fáðu nýjustu fréttirnar okkar, sérstök tilboð og húðumhirðuráð

ÖRUGG GREIÐSLA
Greiðslukerfið á vefsíðunni okkar er rekið af greiðslumiðlun sem sérhæfir sig í öruggum greiðslum á netinu. Nánari upplýsingar er að finna í "greiðslu" hluta skilmála okkar.
AFHENDING
Sendingartími er 2-4 virkir dagar og er sendingarkostnaður ókeypis fyrir allar pantanir yfir 10.000 kr. 
AÐSTOÐ
Hvernig getum við aðstoðað? Vinsamlegast hringdu í síma 545 0600
Mánudaga – föstudaga frá kl. 9-16
(Fyrir utan almenna frídaga)

Við notum vafrakökur til að gefa þér sem besta verslunarupplifun. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar, álítum við að þú samþykkir notkun okkar á vafrakökum. Fáðu frekari upplýsingar um vafrakökur og hvernig þú hafnar þeim.
Fyrir frekari upplýsingar og til að breyta stillingum fyrir vafrakökur, .