Íslenska / English
Karfa
Frí heimsending á pöntunum yfir 10.000 kr 
Persónuverndarstefna
PERSÓNUVERNDARSTEFNA
RS Snyrtivörur ehf. með skrifstofu skráða á Dalvegi 16D, 201 Kópavogi er einingin sem er ábyrg fyrir að vinna persónuleg gögn þín frá vefsíðu okkar ("Vefsíðan okkar") samkvæmt skilmálum sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu. Söfnun persónuupplýsinga þinna er í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þessi Persónuverndarstefna, ásamt vafraköku-yfirlitinu (til að skoða smelltu hér) gildir um gögnin sem við söfnum þegar þú notar heimasíðuna okkar og forrit. Hún lýsir þeim tegundum persónuupplýsinga sem við söfnum frá neytendum okkar og hvernig við notum, birtum, miðlum og flytjum umræddar upplýsingar, sem og þeir valmöguleikar sem neytendur okkar fá um notkun okkar á nefndum gögnum. Það lýsir einnig þeim ráðstöfunum sem við tökum til að vernda öryggi þessara gagna og hvernig þú getur haft samband við okkur varðandi persónuverndarstefnu okkar. Við biðjum þig að lesa vandlega þessa persónuverndarstefnu. Ef þú vilt ekki að persónuupplýsingar þínar séu notaðar eins og lýst er í þessari persónuverndarstefnu, þá er hugsanlegt að við getum ekki svarað ákveðnum beiðnum þínum. Við biðjum þig um að skoða reglulega persónuverndarstefnuna til fylgjast með hugsanlegum breytingum á þessari stefnu, einkum varðandi söfnun og skilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga.
SÖFNUN PERSÓNUUPPLÝSINGA ÞINNA
Við getum safnað persónulegum upplýsingum á ýmsan máta, í sumum tilfellum þegar þú heimsækir verslun okkar, tekur þátt í viðburðum eða nálgast okkur á vefnum. Til dæmis, þegar þú skráir þig í vildarklúbbinn okkar, áður en þú pantar vörur á vefsíðu okkar, þegar þú tekur þátt í keppni eða happdrætti, þegar þú tekur þátt í hvers kyns athöfnum sem við skipuleggjum með könnunum í gegnum forrit okkar og samfélagsmiðla, skráir þig fyrir fréttablöð vildarklúbbsins, þegar þú skráir þig á viðburð. Við getum líka tengt og/eða sameinað upplýsingar um þig sem við söfnum frá mismunandi raftækjum sem þú notar. Eðli persónulegu upplýsinganna sem við gætum safnað eru eftirfarandi: 
a)  Skráningarupplýsingar (nafn, heimilisfang, netfang, símanúmer eða annað númer);
b)  Aðgangsorð og lykilorð;
c)  Persónulegar upplýsingar (fæðingardagur, kyn, valið tungumál og útlits tengdir eiginleikar eins og húð -og hárgerð);
d)  Reynsla þín og áhugi á vörunum okkar og svipuðum vörum;
e)  Heimilisfang sendingar og heimilisfang greiðanda;
f)   Upplýsingar um kaup og kaupaðgerð (tegund og fjöldi keyptra og skilaðra vara); 
g)  Þjónustuupplýsingar viðskiptavinar, kannanir og þjónustuskilaboð og gögn milli okkar og viðskiptavinar;
h)  Myndir, myndbönd og önnur skilaboð sem þú veitir okkur;
i)   Tenglaupplýsingar sem þú gefur okkur, hjá vinum eða öðrum sem þú vilt að við höfum samband við (nafn, heimilisfang sendingar, netfang, farsímanúmer eða annað símanúmer);
j)   Staðsetning;
k)  Virkni í verslun okkar og/eða á sölustöðum; 
l)   Samfélagsmiðla upplýsingar þínar ef þú tengist vefsíðu okkar í gegnum samfélagsmiðil; 
m) Gögn sem tengjast þér og koma frá almennum aðgengilegum heimildum, þar með talið aðgengileg gögn á samfélagsmiðlum; 
n)  Öll önnur gögn sem þú veitir okkur í kjölfar beiðni frá okkur; og 
o)  Gögn sem við getum nálgast frá birgjum sem bjóða utanaðkomandi þjónustu. 

Einnig, líkt og talið er upp í vafraköku yfirlitinu okkar, getum við safnað ákveðnum upplýsingum og rakið rafrænu virkni þína og gögn sem tengjast raftæki þínu og stýrikerfi, IP tölu, vefsíðum og auglýsingum sem þú sérð, upplýsingum um heimsóknir þínar á vefsíðu okkar og samfélagsmiðla, auglýsingaauðkenni eða önnur svipuð auðkenni og rafræna virkni þína sem safnast sjálfvirkt, eins og vafrakökur, þriðja aðila vafrakökur, netþjónar, pixel-kóða og vefmerki, og með lýðfræðilegum tölfræði útreikningum á áhugasviðum, þegar þú skoðar rafrænt efni okkar, notar síður okkar, samfélagsmiðla, hefur samband við okkur á einhvern hátt, opnar tölvupósta frá okkur eða frá þriðju aðilum í gegnum okkur, og þegar þú heimsækir vefsíður þriðju aðila sem auglýsingar okkar birtast á. Við getum tengt tengla á milli gagna sem við söfnum sjálfvirkt, eins og gögnum um þig, vafrasögu og önnur gögn sem við gætum hafa fengið sem tengjast þér. Þriðju aðilar sem bjóða fram forrit, tæki og viðbætur á vefsíðum okkar og forritum okkar, og vefsíður og vefsvæði þriðja aðila þar sem auglýsingar okkar birtast (eins og auglýsingasíður, rafrænar auglýsingar samstarfsaðila og á samfélagsmiðlasvæði) geta líka notað sjálfvirkar leiðir og lýðfræðilega tölfræði útreikninga tengdum áhugasviðum, til að safna gögnum þér tengdum, eins og virkni þína á þessum svæðum sem sífellt rekja rafrænu virkni þína í gegnum vefsíður þriðja aðila. Þessum gögnum er safnað beint af þriðju aðilum (til viðbótar við gögn sem við söfnum) og er háð stefnu þeirra. Svo lengi sem heimilt sé af gildandi lögum, getum við ekki verið ábyrg fyrir starfsháttum þriðja aðila og birgja. Ef þú samþykkir ekki gagnasöfnun okkar sem talin var upp hér að ofan, er mögulegt að við getum ekki veitt þér ákveðna þjónustu, meðal annars þær sem taldar eru upp hér í Persónuverndarskilmálum. 


 
NOTKUN GAGNA SEM VIÐ SÖFNUM
Hvernig vinnum við úr gögnunum þínum?Hvernig notum við gögnin þín í þessum tilgangi?Á hvaða lagagrunni byggir úrvinnslan?    
Til að veita þér vörur og þjónustu Við notum persónulegu gögnin þín til að veita vörur og þjónustu eftir þínum þörfum. Við notum þessi gögn til að uppfylla samningsbundnar skyldur okkar til þín. 
Fyrir úrvinnslu pantana, þ.m.t. greiðslur í gegnum vefsíðu okkar.  Við notum gögn, þ.m.t. greiðsluupplýsingar til að vinna úr pöntunum, eins og þegar þú pantar í gegnum vefsíðu okkar. Við notum þessi gögn til að uppfylla samningsbundnar skyldur okkar til þín. 
Til að skapa, skrá og sjá um aðganginn þinnVið notum persónuleg gögn þín, m.a. tölvupóstfang og aðgangsorð, til þess að skapa, skrá og sjá um aðganginn þinn, t.d. til að veita þér aðgangsorð þegar þú biður okkur um og til að staðfesta auðkenni þitt þegar nauðsyn krefur.  Við notum þessi gögn til að uppfylla lagalegar skyldur okkar.
Við notum þessi gögn til að uppfylla samningsbundnar skyldur okkar til þín. 
Til að skapa og sjá um aðgang í verslun.Við notum persónuupplýsingar þínar til að opna og sjá um aðgang þinn í versluninniVið notum þessi gögn til að uppfylla samningsbundnar skyldur okkar til þín.
Til að sjá um umsagnir viðskiptavinaVið notum persónuupplýsingar þínar, þ.m.t. tölvupóstfang þitt og notandanafn, til að sjá um umsagnir sem þú getur birt um vörur okkar. Við notum þessi gögn til að uppfylla samningsbundnar skyldur okkar til þín. 
Þó við höfum ekki  beinan samning við þig, er þessi úrvinnsla nauðsynleg til að viðhalda góðum samkiptum  L’Occitane, við þið og aðra viðskiptavini til þess að  bæta gæði varanna okkar og þjónustu. 
Til að geta átt samskipti við þig og svarað fyrirspurnum sem þú gætir haft Við notum persónuupplýsingar þínar, þ.m.t. tengiliðs upplýsinar þínar og myndbandsspjall til að eiga samskipti við þig og svara fyrirspurnum þínum.  Við notum þessi gögn til að uppfylla samningsbundnar skyldur okkar til þín. 
Þó við höfum ekki  beinan samning við þig, er þessi úrvinnsla nauðsynleg til tryggja betri  samskipti L'Occitane við viðskiptavini.  
Til að sjá um þátttöku þína í kynningum, sérstökum viðburðum (eins og keppnum, leikjum, handahófskenndum útdráttum, tilboðum, könnunum og markaðsrannsóknum) og þátttöku þína í vildarklúbb okkar.   Við notum persónuupplýsingar þínar, þ.m.t. kaupsögu og upplýsingar um rafræna virkni, til að sjá um þátttöku þína í ýmsum kynningum eða sérstökum viðburðum, eins með þátttöku í vildarklúbb okkar. Við notum þessi gögn til að uppfylla samningsbundnar skyldur okkar við þig (þegar þú samþykkir reglur um keppnir, leiki eða handahófskennda útdrætti, og þegar þú samþykkir skilyrðin fyrir þátttöku í vildarklúbbnum okkar). 
Þessi úrvinnsla er nauðsynleg vegna lagalegra hagsmuna L’Occitane til að geta boðið betri tilboð, kannanir og markaðsrannsóknir.
Til að koma vörum til skila eða veita þér þjónustu (eins og fréttabréf með tölvupósti, áfyllingarþjónustu og hraðgreiðslur)Við notum persónuupplýsingar þínar, þ.m.t. upplýsingar um heimilisfang og tölvupóstfang, til að koma pöntunum til þín og sjá til þess að þú fáir greiðan aðgang að annarri þjónustu okkar. Við notum þessi gögn til að uppfylla samningsbundnar skyldur okkar til þín. 
Til að markaðssetja, meta og bæta vörur okkar og þjónustu (einkum til að þróa nýjar vörur og þjónustur, að greina viðskiptavina gagnagrunn okkar, framkvæma gagnagreiningar, bókhald og endurskoðun). Við sameinum persónuupplýsingar, einkum í tilfellum þegar við fáum sérstakar fyrirspurnir, skilaboð eða kvartanir, til að greina og bæta vörur og þjónustur sem við bjóðum viðskiptavinum.Þessi úrvinnsla er nauðsynleg til að tryggja hagsmuni L’Occitane sem felast í því að kynnast þér og öðrum viðskiptavinum betur. 
Til að senda kynningartilboð og koma öðrum upplýsingum til þín sem við teljum að geti komið þér að gagni (þ.m.t. sérstök tilboð) með tölvupósti, bréfpósti, símaskilaboðum og öðrum tilkynningum, og til að þróa og framkvæma markvissar markaðsaðgerðir og atferlistengdar auglýsingar, m.a. með birtingum í gegnum forrit þriðja aðila sem eru sett upp í símanum þínum.   Við notum persónuupplýsingar þínar, þ.m.t. notanda upplýsingar þínar, upplýsingar um kaupsögu og útlits tengdar upplýsingar eins og húðgerð, til að veita þér upplýsingar sem þú gætir haft áhuga á. Fyrir póstsendingar, er þessi úrvinnsla nauðsynleg fyrir lagalega hagsmuni L’Occitane. 
Til að veita þér staðsetningu verslunar og til að veita auglýsingar eftir landfræðilegri staðsetningu þinni.  Við notum persónulegar upplýsingar, eins og staðsetningu til að veita þér upplýsingar um staðsetningu verslunar og til að aðlaga markaðssamskipti okkar við þig á grunni staðsetningar þinnar.Við fáum samþykki þitt áður en unnið er úr gögnunum þínum í þessum tilgangi.  
Til að skrá óskir þínar, þarfir og venjur varðandi vörur okkar og þjónustu.  Við notum persónuupplýsingar þínar, þ.m.t. áhuga þinn á vörunum okkar og reynslu þína af þeim, til að skilja betur hvernig þú getur nýtt vörur okkar og þjónustu sem best.Þessi úrvinnsla er nauðsynleg til að tryggja að L’Occitane geti kynnst þér og öðrum viðskitpavinum betur. 
Til greiningar á könnunum eða tölfræðigögnum svo við getum bætt vefsíðu okkar og þjónustu.Við notum persónulegar upplýsingar þínar eins og samskipti þín við okkur varðandi þjónustu, kannanir, ummæli, athugasemdir og skilaboð sem þú hefur sent okkur, til að bæta vefsíðu okkar og þjónustu. Þessi úrvinnsla er nauðsynleg til að tryggja að L’Occitane geti kynnst þér og öðrum viðskiptavinum betur. 
Til að uppfylla skyldur okkar vegna samninga eða samkomulagi sem fyrir eru á milli okkar og þín. Við notum persónuupplýsingar þínar til að uppfylla betur væntingar þínar út frá samningum eða samkomulags milli okkar og þín. Við notum þessi gögn til að uppfylla samningsbundnar skyldur okkar til þín. 
Til að tryggja að innihald vefsíðu okkar, samfélagsmiðlasíðum og skilaboð tölvupósta okkar birtist þér á skilvirkasta máta mögulega, og til að sérsníða upplifun þína á vefsíðu okkar með því að veita þér upplýsingar og vörur sem henta þörfum þínum. Við notum persónulegar upplýsingar þínar, sérstaklega í tengslum við rafræna virkni þína, vafra þínum og stýrikerfi, til að tryggja að vefsíða okkar birtist rétt á skjánum þínum. Þessi úrvinnsla er nauðsynleg  til að tryggja hagsmuni  L’Occitane sem felast í því að veita þér og öðrum viðskiptavinum  aðlagaðan aðgang að vefsíðu okkar og bæta upplifun þína þegar þú heimsækir vefsíðu okkar. 
Til að bæta við vefsíðu okkar og auglýsingar Við tökum saman gögn í tengslum við vefsíður sem þú hefur skoðað til að veita þér auglýsingarefni sem uppfyllir þínar væntingar. Þessi úrvinnsla er nauðsynleg til að L'Occitane geti gert vefsíðu okkar og efni á henni meira aðlaðandi fyrir viðskiptavini.  
Til að sjá um vefsíðu okkar og verjast svikumVið notum persónuupplýsingar, m.a. vafrakökur til að uppfæra og bæta vefsíðu okkar og til að verjast svikum á netinu. Þessi úrvinnsla er nauðsynleg til þess að tryggja að L'Occitane geti stjórnað vefsíðu sinni og til að koma í veg fyrir svik og verjast hættu á svikum um leið og að tryggja öryggi vefsíðu okkar þegar þú heimsækir hana.  
Til að framfylgja rannsóknum og greiningu á skilvirkni markaðs- og auglýsingaaðgerðum okkar. Við notum persónulegar upplýsingar, þ.m.t. gögn sem við gætum hafa fengið með þjónustu þriðja aðila, til að skilja betur skilvirkni samskiptaaðgerða okkar. Þessi úrvinnsla er nauðsynleg til þess að tryggja að  L’Occitane geti greint  skilvirkni samskiptaaðgerða okkar til að veita þér ánægjulegri notandaupplifun sem uppfyllir betur væntingar þínar. 
Til að greina hvernig og hversu oft þú heimsækir vefsíðu okkarVið notum persónuleg gögn, þ,m.t vafrakökur til að skilja notkun þína á vefsíðu okkar. Þessi úrvinnsla er nauðsynleg til þess að að tryggja að  L’Occitane, geti greint  heimsóknir þínar á vefsíðu okkar svo við getum uppfyllt væntingar þínar betur fyrir framtíðar heimsóknir þínar.
Til að miða auglýsingar og skilaboð sem við sendum þér, í gegnum þriðja aðila auglýsingakerfi, eins og leitarvélar líkt og Google og samfélagsmiðla eins og Facebook. Við notum gögn frá samfélagsmiðlakerfum og þriðja aðila þjónustufyrirtækjum sem nota lýðfræðilega tölfræðiúrvinnslu til að tengja áhugasvið, líkleg áhugasvið og rafræna virkni þína, með stökum eða samsettan hætti. Eftir að hafa tekið saman gögnin sem við höfum veitt þeim, færðu auglýsingaskilaboð sem eru sniðin að þínum áhuga. Þessi úrvinnsla er nauðsynleg fyrir til að tryggja að  L’Occitane geti kynnst þér og öðrum viðskiptavinum  betur og veitt þér ánægjulegri notendaupplifun sem uppfyllir betur væntingar þínar. 
UPPLÝSINGAR SEM VIÐ DEILUM

Við birtum ekki persónuupplýsingar sem við söfnum sem tengjast þér, nema í eftirfarandi tilvikum: 

Innan alþjóðlegu L’Occitane samstæðunnar, s.s. til dótturfélaga okkar og fyrirtækisins sem stjórnar starfsemi okkar (“L’Occitane Group”);
með þjónustuaðilum sem veita þjónustu í okkar nafni og hjálpa okkur að viðhalda og/eða bæta vefsíður okkar, sjá um vildarklúbbskerfi okkar, dreifingu vara, lagfæringu og/eða markaðssetningu á vörum og þjónustu sem við veitum þér, þar á meðal aðilar sem vinna pantanir og veita vefhýsingu, geyma upplýsingar, geyma tölvupósts þjónustur, markaðsþjónustu eins og beina markaðssetningu, rannsóknir og greiningar á þjónustu og gagnasöfnunar og gagnafærslu þjónustu eins og Google Analytics. Frekari upplýsingar um þessar greiningarþjónustur og mótmælarétt þinn  bendum við á eftirfarandi síður: Google Analytics: smelltu hér 

með samstarfsaðilum okkar fyrir vörur sem við vinnum með þeim, sameiginlegum kynningum, almennum samskiptum og samskiptakerfum;  

í samstarfi við samstarfsaðila okkar í þeirra tilgangi, þ.m.t. til að veita þér upplýsingar varðandi vörur og þjónustu þriðja aðila sem kunna að vekja áhuga þinn, ef þú hefur formlega lýst yfir þessum möguleika og gefið samþykki þitt fyrir því; 

ef við erum skildug til þess samkvæmt lögum: 

með lögregluyfirvöldum, fulltrúum stjórnvalda eða annarra aðila til að bregðast við réttarákvörðun, dómsmeðferð eða stefnumótun;

þegar við teljum að það sé nauðsynlegt eða viðeigandi að deila upplýsingunum til að koma í veg fyrir líkamlegt tjón eða fjárhagslegt tjón eða möguleg svik sem gætu hent þig eða okkur; til að koma í veg fyrir eða tilkynna um ólöglega starfsemi; til að vernda eignarrétt hvers og eins, eða öryggi hvers og eins, þ.m.t. okkar eigin, eða í beitingu á skilmálum okkar eða í öðrum samningum okkar á milli;  

sem hluta af sölu alls fyrirtækisins eða hluta þess og eigna þess til þriðja aðila, eða sem hluta af viðskiptalegri endurskipulagningu eða endurbyggingu (þ.m.t. Ef fyrirtækið er leyst upp); og 

þegar þú veitir okkur samþykki fyrir þessu á annan hátt, eða biður okkur um að deila upplýsingum þínum með þriðja aðila.  

Við gætum deilt samanlögðum og/eða nafnlausum upplýsingum sem bera ekki kennsl á þig, í auglýsingalegum tilgangi okkar eða samstarfsaðila okkar, sem einkum felur í sér fjölda heimsókna á vefsíðu okkar og fjöldi smella á auglýsingar okkar og/eða tölvupósta.  

FÆRSLA Á PERSÓNULEGUM UPPLÝSINGUM ÞÍNUM

Upplýsingar sem þig varða og við höfum safnað er hægt að flytja, geyma og vinna úr í hvaða landi eða svæði þar sem ein eða fleiri dótturfélög fyrirtækisins eða þriðju aðila þjónustufyrirtæki, aðilar eða samstarfsaðilar eru staðsettir, þ.m.t. önnur lönd Evrópska Efnahagssvæðisins (EES), Sviss og Bandaríkjanna í fyrrgreindum tilgangi. Úrvinnsla gagna er einnig möguleg af starfsmönnum utan EES og út fyrir landsteinana.   

Þegar við flytjum upplýsingarnar þínar til lands sem býður ekki fullnægjandi öryggi, gerum við eftirfarandi ráðstafanir til að tryggja öryggi persónulegra upplýsinga þinna: 

Þú getur nálgast frekari upplýsingar um öryggis varúðarráðstafanir okkar með því að hafa samband við okkur með tölvupósti, hér í valmöguleikanum “Hafa samband” fyrir neðan. 

GEYMSLUTÍMI UPPLÝSINGA
Nema annað sé tekið fram, munum við geyma persónulegar upplýsingar þínar aðeins fyrir þann tíma sem þarf, til að framfylgja fyrrgreindum tilgangi, í samræmi við gildandi lög. Í sumum tilfellum er okkur gert að geyma gögn til þess að uppfylla lagalegar og stjórnsýslulegar skyldur okkar. Þegar við höfum ekki frekari þörf fyrir upplýsingarnar er þeim eytt úr kerfum okkar eða þær gerðar nafnlausar.  
ÖRYGGI PERSÓNULEGRA UPPLÝSINGA ÞINNA
Við skuldbindum okkur til að hrinda í framkvæmd viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum til að vernda persónulegar upplýsingar þínar gegn óvæntri eða óviljandi eyðingu, breytingum eða óleyfilegri birtingu, aðgangi eða notkun. 
SAMFÉLAGSMIÐLAR OG EFNI NOTANDA
Sum vefsvæða okkar og forrita gera notendum kleift að birta eigið efni. Vinsamlegast athugaðu að allt efni sem deilt er á samfélagsmiðla okkar getur verið sýnilegt almenningi. Af þeirri ástæðu ættirðu að gæta þess að birta ekki tiltekin persónuleg gögn á þessi vefsvæði, eins og kortaupplýsingar, heimilisfang og heilsufarsleg vandamál. Við getum ekki borið ábyrgð á aðgerðum annarra ef þú birtir persónulegar upplýsingar þínar á samfélagsmiðla okkar. 
ÞINN RÉTTUR
Þú hefur rétt og möguleika á að leiðrétta, uppfæra og eyða upplýsingum á rafræna aðgangnum þínum sem og óskum og þörfum, hvenær sem er, með því að skrá þig inn á aðganginn þinn og leita undir “Reikningurinn minn”, eða með því að hafa samband við okkur eins og sýnt er í “Hafa samband” hlutanum hér í Persónuverndarstefnu okkar.

Þú getur líka beðið okkur um að eyða gögnum þínum úr dreifilistum okkar og nýta rétt þinn til afturköllunar svo þú fáir engin bein markaðsskilaboð frá okkur, eins og fram kemur í “Hafðu samband” hlutanum hér á Persónuverndarstefnu okkar eða með því að smella á “Skrá mig úr vildarklúbb” eða fylgja afskráningar leiðbeiningum sem þú færð í samskiptum við okkur. 

Það getur tekið nokkra daga að afgreiða afturköllunarbeiðni þína og hugsanlegt er að þú fáir áfram kynningar- eða markaðsefni í tölvupóstum í smá tíma. Neitun þín um að fá bein markaðsskilaboð kemur ekki í veg fyrir að við sendum þér annars konar skilaboð, eins og tölvupóst með staðfestingu á pöntun.  

Ef þú vilt koma í veg fyrir að við söfnum upplýsingum um staðsetningu þína, geturðu gert það með því að breyta staðsetningarstillingunni á raftækinu þínu og/eða fara eftir eftirfarandi leið: 
a.  slökktu á staðsetningarþjónustu ákveðinna forrita sem þú hefur gefið samþykki fyrir að safni staðsetningar upplýsingum í þeim tilgangi að veita þér markviss markaðsskilaboð;  
b. slökktu á staðsetningarþjónustu fyrir öll eftirfarandi forrit; 
c.  Slökktu á Bluetooth stillingu;
d.  Android: smelltu hér eða
e.  IOS: smelltu hér

Innan marka gildandi laga landsins, geturðu: 
beðið um aðgang að persónulegum gögnum sem við höfum varðandi þig, og fengið afrit af þeim; 
beðið okkur um að leiðrétta, uppfæra, takmarka eða loka fyrir öll gögn, 
Beðið okkur að afhenda þér persónuupplýsingar sem tengjast þér á kerfisbundnu, almennt notuðu og véllæsilegu sniði, með því að hafa samband við okkur með tölvupósti eða bréfpósti á þær sambandsupplýsingar sem sýndar eru í “Hafa samband” hlutanum hér að neðan. 

Þegar það er leyft samkvæmt lögum, geturðu afturkallað hvaða samþykki sem þú hefur gefið, hvenær sem er og með lögmætum ástæðum, mótmælt vinnslu á persónulegum upplýsingum þínum. Við munum þá framfylgja óskum þínum. 

Þú getur líka gefið leiðbeiningar um meðhöndlun persónulegra upplýsinga þinna sem á að gilda eftir andlát þitt. Hægt er að skilja þessar leiðbeiningar eftir hjá L’Occitane eða hjá þriðja aðila sem falið er að veita okkur þær á viðeigandi tíma. 

Þú hefur einnig rétt til að leggja fram kvörtun til Persónuverndar.  
TENGLAR Á ÞJÓNUSTUSÍÐUR ÞRIÐJA AÐILA
Vefsíður okkar og forrit geta veitt tengla á síður, forrit og þjónustu aðra en þá sem L’Occitane veitir þér, og gætu verið reknar af þriðja aðila. Vinsamlegast hafðu í huga að við samþykkjum ekki og berum ekki ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga þinna af síðum þriðja aðila, jafnvel þó að við gefum upp tengla á þessar síður. Þessi fyrirtæki kunna að hafa eigin persónuverndarskilmála sem við mælum eindregið með að þú kynnir þér. Vörur okkar og þjónusta geta boðist þér í gegnum síður og rásir þriðja aðila. Við berum enga ábyrð á skaðabótum varðandi persónuverndarvenjur þessara síða, forrita eða þjónusta sem eru ekki veittar af L’Occitane.  
ÖRYGGI

Allar greiðslur sem fara í gegnum þessa vefverslun eru varðar af Secure Sockets Layer (SSL) og öryggis dulkóðun með 1024-bit ferli sem umritar öll persónuleg gögn. Þetta háþróaða dulkóðunarferli tryggir að hnýsinum augum sé ófært um að lesa úr kóðun gagnanna þegar þau fara frá tölvunni þinni í okkar og frá tölvunni okkar yfir í bankann. Einnig er unnið úr öllum kreditkortagreiðslum í rauntíma til að tryggja öryggi þitt og hugarró.

Til þess að vera viss um að vafrinn þinn sé í öruggri stillingu, geturðu leitað að hengilásartákninu í neðra horni skjásins þíns, eða í enda tengilsins í vafraglugganum. 

Vefsíðan okkar notar öryggisráðstafanir sem vernda allar persónulegar upplýsingar sem geymdar eru á netþjónum og kerfum okkar gegn óheimilum aðgangi eða óheimilli notkun.  

Samt sem áður, er ekki hægt að tryggja að neinn gagnaflutningur á netinu sé 100% öruggur og við getum ekki tekið ábyrgð á neinum óleyfilegum aðgangi eða tapi á persónulegum upplýsingum sem við höfum ekki stjórn á. 

UMSAGNIR FYRIR VÖRUR
L’OCCITANE fagnar athugasemdum um reynslu þína af vörum okkar. Við birtum ummæli um bæði jákvæða og neikvæða reynslu, svo framarlega sem ummælin eru nákvæm og uppbyggileg. Ef þú leggur fram vitnisburð um að við birtum ekki ummæli mun starfsfólk okkar hafa samband við þig til að bæta gæði vöru okkar og þjónustu. Við áskiljum okkur einnig rétt til að breyta vitnisburði þínum þegar kemur að lengd, stafsetningu o.s.frv. og til að deila ummælum þínum í tölvupóstum og öðru markaðsefni. Þakka þér fyrir að gefa þér tíma til að deila áliti þínu með öðrum L’OCCITANE viðskiptavinum.  
BREYTINGAR Á PERSÓNUVERNDARSTEFNU
Það má vera að þessi persónuverndarstefna verði uppfærð reglulega til að endurspegla breytingar á starfsháttum okkar í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga. Við munum upplýsa þig um þessar breytingar, þ.m.t. hvenær þær taka gildi. Ef þú heldur áfram að nota vefsíðu okkar eftir að breytingarnar hafa tekið gildi mun áframhaldandi notkun þín á vefsíðunni gefa til kynna samþykki þitt á þessum breytingum. 
GILDANDI LÖG
Persónuverndarstefna þessi skal lúta og túlkast samkvæmt íslenksum lögum. Rísi ágreiningur vegna eða í tengslum við persónuverndarstefnu þessa skal bera slíkan ágreining undir Héraðsdóm Reykjavíkur.  
HAFÐU SAMBAND
RS Snyrtivörur ehf 
Dalvegur 16D
201 Kópavogur
Netfang: netverslun@samvirki.is
Sími: 545-0600
Síðast uppfært: 15. apríl 2021
 

Fáðu nýjustu fréttirnar okkar, sérstök tilboð og húðumhirðuráð

ÖRUGG GREIÐSLA
Greiðslukerfið á vefsíðunni okkar er rekið af greiðslumiðlun sem sérhæfir sig í öruggum greiðslum á netinu. Nánari upplýsingar er að finna í "greiðslu" hluta skilmála okkar.
AFHENDING
Sendingartími er 2-4 virkir dagar og er sendingarkostnaður ókeypis fyrir allar pantanir yfir 10.000 kr. 
AÐSTOÐ
Hvernig getum við aðstoðað? Vinsamlegast hringdu í síma 545 0600
Mánudaga – föstudaga frá kl. 9-16
(Fyrir utan almenna frídaga)

Við notum vafrakökur til að gefa þér sem besta verslunarupplifun. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar, álítum við að þú samþykkir notkun okkar á vafrakökum. Fáðu frekari upplýsingar um vafrakökur og hvernig þú hafnar þeim.
Fyrir frekari upplýsingar og til að breyta stillingum fyrir vafrakökur, .