Íslenska / English
Karfa
Frí heimsending á pöntunum yfir 10.000 kr 
Fegrunarrútínan sem viðheldur unglegu útliti húðarinnar

Að eldast hefur sína kosti – þú færð meira sjálfsöryggi og öðlast fágaðri smekk fyrir hlutum og í gegnum tíðina hefur þú öðlast mikla reynslu sem nýtist þér í lífinu. En að eldast getur líka haft sína ókosti því aldurinn tekur sinn toll á húðinni. Algeng ummerki, eins og línurnar sem myndast í kringum munninn sem við köllum einfaldlega hláturhrukkurnar, eru staðfesting á því að við höfum lifað glaðlegu og skemmtilegu lífi. En það sakar ekki að fjárfesta aðeins í því að halda unglegu og geislandi yfirbragði húðarinnar.

Það er því miður ekki hægt að taka tilbaka þau öldrunarummerki sem þegar eru komin, en framfarir í húðvörutækni er orðnar miklar og þær gera það auðveldara að halda húðinni sléttari og fyllri í lengri tíma. Þegar þú byrjar að huga að því að sporna við komandi öldrunarummerkjum húðarinnar þá er best að byrja á því að verja einfaldlega nokkrum mínutum kvölds og morgna í þessi fegrunarráð.

FACE OIL
HUGSAÐU VEL UM ANDLITIÐ

Leitaðu af vörum sem innihalda undraefni, eins og t.d. Immortelle, hýalúronsýru eða C-vítamín. Hýalúronsýra er sameind sem er náttúrulega að finna í húðinni en hún hefur þann eiginleika að viðhalda raka húðarinnar. Með aldrinum minnkar framleiðsla hýalúronsýru og húðin fer að missa eiginleikann til að halda rakanum, sem veldur oft miklum húðþurrki. Í húðvörum þá vinnur hýalúronsýra eins og svampur, sem dregur í sig raka og hjálpar húðinni að halda rakanum og þar með fyllingu sinni.

C-vítamín ver húðina gegn utanaðkomandi áreitisvöldum, eins og t.d. stressi og mengun en þeir þættir eiga oft stóran þátt í því að húðin byrjar að sýna ummerki öldrunar of snemma. C-vítamín hefur andoxandi eiginleika og stuðlar að ferskri húð og ljóma.  

Okkar bestu krem til að sporna við snemmbærum öldrunarummerkjum eru í Immortelle Divine línunni. Þau innihalda ilmkjarnaolíu úr líflegu blómi sem kallast Immortelle, en það vex villt meðfram ströndum eyjunnar Korsíku. Þetta töfrablóm hefur þann eiginleika að missa aldrei gula litinn sinn – jafnvel eftir að það er tínt. Í rannsóknarstofunum okkar höfum við sýnt fram á eiginleika ilmkjarnaolíunnar en hún hefur einstaka andoxunareiginleika og kemur í veg fyrir öldrunarummerki. Hún hjálpar einnig til við að draga úr sýnilegum hrukkum í andlitinu.

MUNDU EFTIR HÁLSINUM OG BRINGUNNI

Jafnvel þó að það sé jafn sýnilegt og andlitið, þá er auðvelt að gleyma hálsinum og bringunni í húðrútínunni. Húðin á hálsinum og bringunni er þunn og viðkvæm og er oft útsett fyrir allskyns áreitisvöldum. Þetta þýðir að húðin þar hefur oft tilhneigingu til að sýna öldrunarmerki fyrr en húðin í andlitinu. Vertu því viss um að bera húðvörurnar einnig á hálsinn og efri part brjóstkassans eftir að þú setur þær á andlitið.

Hrukkur geta litið út fyrir að vera dýpri en þær eru ef það er mikill rakaskortur í húðinni. Passaðu því að nota rakakrem reglulega og vera með sólarvörn þegar þú ferð út, hvernig sem viðrar.

remember your neck
HANDS
HUGSAÐU VEL UM HENDURNAR

Húðin á höndunum getur verið viðkvæm, svo hún á skilið góða umhirðu. Þú notar hendurnar í svo margt, hvort sem þú ert í garðvinnunni á sumrin eða skafandi snjóinn á veturnar, þá ættir þú að næra hendurnar reglulega með handáburði. Það er líka gott að vera með hanska þegar það hentar þar sem þeir hlýfa höndunum vel og vernda þær.

Við mælum með að nota ýmsa handáburði: Það er gott að nota þykkt krem á kvöldin og næturnar sem nærir hendurnar vel og kemur í veg fyrir sprungur eins og t.d. Shea Intensive Hand Balm. Hann er hægt að nota bæði sem venjulegan handáburð eða sem handmaska. Á daginn væri svo margverðlaunaða Shea handkremið okkar fullkomið. Það inniheldur 20% shea smjör og mýkir hendurnar án þess að skilja eftir sig olíukennda áferð.  

VEITTU LÍKAMANUM ATHYGLI

Lykillinn í allri húðrútínu sem á að koma í veg fyrir öldrunarmerki er raki. Við mælum með að nota Ultra Rich Shower Cream í sturtuna. Sturtukremið freyðir vel og inniheldur shea smjör og möndluolíu sem viðheldur rakanum í húðinni.

Eftir sturtuna er æðislegt að bera á sig Shea Butter Rich Body Lotion, en það er einstaklega rakagefandi og heldur rakanum í húðinni í allt að 48 klst. Ef húðin er mjög þurr þá mælum við með feitara kremi en Shea Ultra Rich Body Cream er algjört undrakrem og veitir raka í allt að 72 klst.

 

BODY
SUPERCHARGE
STYRKTU ÞÍNAR DAGLEGU VENJUR

Við erum sammála um að það er fátt betra en að leyfa sólargeislunum að leika við andlitið allan daginn. En jafn yndislegt og það er, þá getur sólin skemmt húðina mikið og þurrkað hana. Sólin er raunar einn helsti valdurinn af því að húðin fer að eldast, og það er því lykilatriði að verja húðina vel þegar við erum í sólinni.

Með því að velja húðvörurnar sem við notum vel, þá getum við spornað við þeim neikvæðu áhrifum sem sólin veldur. Það sem er mikilvægast er að vera með góða sólarvörn. Og það er jafn mikilvægt á veturnar að bera á sig varnir!
Shea Light Comforting andlitskremið okkar er létt og gefur SPF 15 vörn. Það er frábært til að setja undir farðann hvort sem það er að sumri til eða vetri.

BÆTTU LÍFSTÍLINN

Þegar við eldumst hægir líkaminn á allri vinnslu. Erfðir geta haft áhrif, en heilbrigðar lífstílsvenjur geta hjálpað til við að bæta það upp.

Húðvörur sem koma í veg fyrir ummerki öldrunar geta verið góð viðbót við þinn lífstíl, en náttúruleg útgeislun kemur að innan. Drekktu vel af vatni yfir daginn til að húðin fái þann raka sem hún þarf og passaðu að borða næringarríkt fæði sem inniheldur mikið af grænmeti og ávöxtum til að tryggja að þú fáir öll þau nauðsynlegu næringarefni sem þú þarft.


Og þó að það sé fátt betra en að fara í langt og heitt ilmandi freyðibað, þá er mikilvægt að vita að það getur þurrkað húðina verulega. Passaðu því að setja alltaf á þig rakakrem þegar þú kemur úr baðinu – en oft er sagt að húðin taki betur við kremum og rakakremum þegar hún er blaut.

IMPROVE YOUR LIFESTYLE
Fleiri fegurðarfróðleiksmolar

Fáðu nýjustu fréttirnar okkar, sérstök tilboð og húðumhirðuráð

ÖRUGG GREIÐSLA
Greiðslukerfið á vefsíðunni okkar er rekið af greiðslumiðlun sem sérhæfir sig í öruggum greiðslum á netinu. Nánari upplýsingar er að finna í "greiðslu" hluta skilmála okkar.
AFHENDING
Sendingartími er 2-4 virkir dagar og er sendingarkostnaður ókeypis fyrir allar pantanir yfir 10.000 kr. 
AÐSTOÐ
Hvernig getum við aðstoðað? Vinsamlegast hringdu í síma 545 0600
Mánudaga – föstudaga frá kl. 9-16
(Fyrir utan almenna frídaga)

Við notum vafrakökur til að gefa þér sem besta verslunarupplifun. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar, álítum við að þú samþykkir notkun okkar á vafrakökum. Fáðu frekari upplýsingar um vafrakökur og hvernig þú hafnar þeim.
Fyrir frekari upplýsingar og til að breyta stillingum fyrir vafrakökur, .