Íslenska / English
Karfa
Frí heimsending á pöntunum yfir 10.000 kr 
Svona skrúbbarðu: skrúbbráð frá toppi til táar!
Andlitsskrúbbar, varaskrúbbar, líkamsskrúbbar, handskrúbbar, fótaskrúbbar... Skrúbbar fyrir hvern part líkamans! Skrúbbar henta vel til að fjarlægja dauðar húðfrumur, flagnandi húð og umfram olíu á húðinni. Þeir hreinsa vel burt óhreinindi og mýkja niður grófa húð. Skrúbbar örva frumuendurnýjun, koma í veg fyrir inngróin hár, gefa djúpa hreinsun og gefa húðinni mjúka og slétta viðkomu. Hvað er ekki að elska við skrúbba? Við hjálpum þér að vita hvern þú þarft – og hvernig eigi að nota hann – fyrir mjúka, djúphreinsaða húð. 
ANDLITSSKRÚBBUR

Er húðin lit- og líflaus? Þarf ljómalaust litarhaftið orkuskot? L'OCCITANE býður upp á úrval af andlitsskrúbbum og möskum, svo þú getur verið viss um að finna þann sem hentar þinni húðgerð og þínum þörfum. Hreinsandi, sefandi, nærandi, yngjandi... Veldu einfaldlega þann sem mætir þínum þörfum!


STJARNAN OKKAR

Girnilegi og marmelaðikenndi Radiance Face Scrub er búinn til úr ferskum nýtíndum pómeló ávöxtum frá Korsíku (Ef þú ert að velta fyrir þér hvað pómeló sé, þá er það stór sítrus ávöxtur sem minnir á og bragðast eins og greipaldin – en er það samt ekki!). Andlitsskrúbburinn hentar öllum húðgerðum og inniheldur örsmá korn sem fjarlægja dauðar húðfrumur og opna stíflaðar svitaholur. Skrúbburinn endurheimtir náttúrulegan ljóma húðarinnar sem verður mýkri og full þæginda. Og svo er þessi dásamlega áferð... Hún minnir á sultu, marmelaði (en engar áhyggjur, hún er ekki klístrug!) og ferskur ávaxtakenndur ilmurinn er guðdómlegur!

 
Face Scrub
How to use it
SVONA NOTARÐU HANN

Þegar þú skrúbbar andlitið, byrjarðu á að bleyta andlitshúðina. Taktu svo lítið magn af andlitsskrúbbnum og nuddaðu á húðina með hringlaga hreyfingum. Forðastu augnsvæðið en leggðu áherslu á t-svæðið. Hreinsaðu með hreinu vatni og taktu eftir fersku, björtu litarhaftinu! Eftir skrúbbun geturðu notað andlitsmaska til að næra, sefa og hreinsa húðina, eða aðeins andlitsserum.

VARASKRÚBBUR
Ert þú að kljást við þurrar og/eða sprungnar varir? Meðhöndlaðu þær með sérstakri umhyggju svo þær verði mjúkar og sléttar aftur! En mundu: húðin á vörunum er fíngerð og viðkvæm, svo þú þarft að nota sérstakar, mildar vörur sem skaða hana ekki. .


STJARNAN OKKAR

Varirnar þínar munu ELSKA Marmalade Kiss Delicious Lip Scrub, úr FRUITS & VITAMIN andlitsvöru línunni okkar. Varaskrúbburinn hentar grænkerum 100% og er laus við sílíkon, jarðolíur og dýraafurðir. Þar að auki er ávaxta ilmurinn ómótstæðilegur! Formúlan inniheldur e-vítamín, sem er þekkt fyrir andoxunarvirkni, ásamt pómeló, gulróta og granatepla olíum sem hafa strax rakagefandi áhrif. 

 
LIP SCRUB
SVONA NOTARÐU HANN
Settu smá magn á varirnar og nuddaðu mjúklega með hringlaga hreyfingum til að fjarlægja dauðar húðfrumur. Hreinsaðu svo einfaldlega af með hreinu vatni. Nú þegar varirnar eru mjúkar viðkomu aftur, geturðu farið á næsta stig varaumhirðunnar, með einum af girnilegu lituðu varasölvunum okkar. Þeir eru fáanlegir í mismunandi litum, en allir næra varirnar um leið og þeir gefa þeim fallegan lit svo þær verða mjúkar, sléttar og fallegar! 

 

LÍKAMSSKRÚBBUR
Líkamsskrúbbarnir frá L'OCCITANE henta vel til að skrúbba hvaða part líkamans sem er – en ættu ekki að vera notaðir á andlit. Þeir eru búnir til með stærri skrúbbkornum, úr plöntum eða steinefnum (sykur kristallar, Camargue salt, muldar möndluskeljar og kornflögum). Skrúbbarnir vinna á húðinni samstundis til að örva blóðflæði. 


STJARNAN OKKAR

NÝIAlmond Crunchy Muesli Scrub er svo girnilegur að það væri næstum hægt að borða hann! (En í guðanna bænum ekki gera það!!!) Þessi dásamlega skrúbb blanda inniheldur möndluflögur, sykur og púðursykur – innihaldsefni sem skrúbba húðina á mildan en árangursríkan hátt. Við blönduðum þeim við möndluolíu frá Provence, svo þú getir notið náttúrulegra innihaldsefnanna sem næra húðina og vernda sýruhjúpinn svo húðin verður sýnilega mýkri, sléttari og fallegri.   
SVONA NOTARÐU HANN
Nýja líkamsskrúbbinn má nota á tvo mismunandi vegu: 

Ef þú ert að leita að kraftmikilli skrúbbun, byrjarðu á að bleyta húðina, tekur svo smá skrúbb í lófann og nuddar yfir þau svæði sem þú vilt vinna á. Það er best að nudda með  hringlaga hreyfingum upp eftir líkamanum, til að örva blóðflæði. Eftir það skolarðu skrúbbinn af með hreinu vatni.


Ef þú vilt að skrúbbunin snúist um vellíðan, slökun og dekur, mælum við með að blanda Almond Crunchy Muesli Scrub við okkar vinsælu Almond Shower Oil. Taktu smá magn af skrúbbnum (annað hvort í lófann eða í litlu íláti) og blandaðu saman við Almond sturtuolíuna. Berðu blönduna á raka húð og hreinsaðu svo af með vatni. Dásamlegt! 

Nú þegar þú hefur fjarlægt allar dauðu húðfrumurnar af líkamanum og húðin er mjúk og tandurhrein, geturðu borið líkamssmjör, krem eða mjólk á húðina til að djúpnæra hana.  
HANDSKRÚBBUR

Hendurnar okkar verða fyrir áreiti af öllu! Breytingar í hitastigi, mengun, skít, útfjólubláum geislum sólar, heitu veðri, köldu veðri, vindum, hreinsiefnum o.s.frv. Þetta getur allt tekið sinn toll svo hendurnar verða grófar og þurrar – og þurfa smá ást og umhyggju! Dekraðu við hendurnar með skrúbb sem mýkir og lagfærir húðina, og heldur nöglunum fallegum. 


STJARNAN OKKAR

Hefur þú uppgötvað Shea Butter One-Minute Hand Scrub? Þessi dásamlegi handskrúbbur inniheldur lífrænt shea smjör (10%), mult valhnetuhýði, apríkósu olíu og allantoin, og hann má jafnvel nota á þurra húð. Svo hvað býður skrúbburinn upp á? Það liggur í nafninu... Á aðeins einni mínútu sléttir hann og nærir hendurnar. Þú getur líka notað hann til að skrúbba fæturna og önnur gróf húðsvæði líkamans, eins og olnboga og hné. 
SVONA NOTARÐU HANN
Berðu handskrúbbinn beint á þurrar hendurnar. Nuddaðu svo í hægum hreyfingum handarbakið, fingurna og í kringum neglurnar. Hreinsaðu svo vel af með hreinu vatni. Berðu handkrem á hendurnar strax eftir á: nærandi áhrifin hámarkast þegar þú notar skrúbbinn. Til að hugsa um neglurnar, líttu á nagla og handa vörurnar okkar hér. 
FÓTASKRÚBBUR
Fæturnir okkar eyða miklum tíma innilokaðir í skóm, svo það er ekki að undra að húðin þar geti orðið þurr, hörð eða skemmd. Besta leiðin til að sigrast á þessu vandamáli er að nota skrúbb til að mýkja og slétta húðina. Þar sem húðin á fótunum er þykkari er ekki þörf á að fara sérlega varlega að skrúbbuninni þar. Þú getur notað líkamsskrúbba með stórum skrúbb kornum. Stundum þarf maður að vera grófur til að losna við grófleika!  


STJARNAN OKKAR


Shea Butter Rich Body Scrub hentar fullkomlega til að skrúbba fæturnar. Skrúbburinn inniheldur apríkósu olíu og fínlega muldar hnetuskeljar og virðist bráðna inn í húðina um leið og þú berð hann á. Mjúkur en áhrifaríkur skrúbburinn hentar vel til að mýkja þurr og gróf húðsvæði. Ofan á það muntu elska milda, fínlega ilminn. 
SVONA NOTARÐU HANN

Notaðu vöruna í sturtunni til að fjarlægja dauðar húðfrumur af öllum líkamanum. Þegar þú kemur að fótunum skaltu leggja sérstaka áherslu á hælana, ristarnar og í kringum neglurnar. Hreinsaðu vel af, þurrkaðu húðina og berðu svo nærandi krem á. Við mælum með að skrúbba húðina einu sinni eða tvisvar í viku (nema ef þú ert með mjög viðkvæma húð). Skrúbburinn afhjúpar náttúrulega fegurð húðarinnar, sem gerir hann að frábærri gjöf – eða að frábæru dekri handa þér sjálfri/sjálfum!

Skrúbbarnir okkar

Fáðu nýjustu fréttirnar okkar, sérstök tilboð og húðumhirðuráð

ÖRUGG GREIÐSLA
Greiðslukerfið á vefsíðunni okkar er rekið af greiðslumiðlun sem sérhæfir sig í öruggum greiðslum á netinu. Nánari upplýsingar er að finna í "greiðslu" hluta skilmála okkar.
AFHENDING
Sendingartími er 2-4 virkir dagar og er sendingarkostnaður ókeypis fyrir allar pantanir yfir 10.000 kr. 
AÐSTOÐ
Hvernig getum við aðstoðað? Vinsamlegast hringdu í síma 545 0600
Mánudaga – föstudaga frá kl. 9-16
(Fyrir utan almenna frídaga)

Við notum vafrakökur til að gefa þér sem besta verslunarupplifun. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar, álítum við að þú samþykkir notkun okkar á vafrakökum. Fáðu frekari upplýsingar um vafrakökur og hvernig þú hafnar þeim.
Fyrir frekari upplýsingar og til að breyta stillingum fyrir vafrakökur, .