Íslenska / English
Karfa
Frí heimsending á pöntunum yfir 10.000 kr 
Kraftaverkasmyrslið fyrir allt frá toppi til táar: Petit Remedy
Við kynnum með stolti þinn nýja besta vin sem fylgir þér hvert sem þú ferð: Petit Remedy. Þetta ómissandi margnota smyrsl inniheldur 100% náttúruleg innihaldsefni og kemur í lítilli handhægri og plastlausri áldós. Ef þú ætlar bara að taka eina vöru með þér í vasanum eða ferðatöskunni, láttu það vera þessa! Við getum hugsað okkur að minnsta kosti 50 leiðir, frá toppi til táar til að nota þessa kraftaverkavöru og við vitum að þú munt finna fleiri!
Hvernig getur svona lítill hlutur gert svona margt?
Í takt við skuldbindingar okkar

Í takt við skuldbindingar okkar

við náttúru og fólk er smyrslið laust við jarðolíu, steinolíu og öll gerviefni. Smyrslið inniheldur fjögur af uppáhalds ofur innihaldsefnunum okkar; blöndu af Immortelle og lavender ilmkjarnaolíu í bland við möndluolíu og nærandi shea smjör og toppað með hefðbundnu kryddjurtinni arníku til að gefa Petit Remedy girnilegt og fallegt útlit.

DEKRAÐU VIÐ ANDLITIÐ
Petit Remedy for face
Þessi magnaða margnota vara mun helminga magnið í snyrtivörutöskunni þinni. 
Við höfum sameinað fjöldan allan af húðvörum í eina, okkar eina sanna Petit Remedy: 


• Má nota fyrir og eftir að þú berð á andlitskrem til að gefa húðinni auka næringu. 
• Verndar húðina gegn þurrki og köldu veðri – fullkomið með í úlpuvasann í skíðaferðina.
• Er hægt að nota á ferðalaginu til að fjarlægja farða. 
• Gefur vörunum raka og ljóma þegar það er notað sem varasalvi. 
• Er hægt að nota sem varamaska til að slétta og mýkja sprungnar varir. 
• Gefur vörunum fyllingu og heillandi útlit þegar þú berð smyrslið á brúnir efri varanna. 
• Nærir og sefar svæðið í kringum nasirnar ef þú ert með kvef eða á ofnæmistímabili. 
• Er hægt að nota til að gefa kinnbeinunum ljóma og áherslu. 
• Er hægt að nota til að temja villtar augabrúnir
• Má nota í sefandi andlitsnudd. Prófaðu að nudda líka eyrnasneplana – það er gert í nálastungumeðferðum til að létta á spennu. 
• Er hægt að nota til að sefa húðina eftir rakstur. 
• Er hægt að nota til að sefa mjög þurra húð. 
BERÐU Á LÍKAMANN
Þykk og dekrandi áferðin bráðnar inn í húðina, þökk sé olíunum í smyrslinu sem bregðast við hlýju handanna þinna. Smyrslið er nógu milt fyrir andlitið en nógu kröftugt til að gefa líkamanum alvöru næringu. Petit Remedy smyrslið okkar: 

• Nærir þurra húð á ferðinni.
• Sefar væga ertingu í húð vegna þurrks.
• Dregur úr stífleika í húð. 
• Má nota sem nuddolíu. 
• Fegrar húð á fótleggjum og gefur slétta áferð þegar notað er sem líkamskrem. 
• Má nota sem líkamsolíu til að læsa raka í húðinni eftir sturtu. 
• Nærir þurr hné. 
• Nærir þurra olnboga.
• Sefar þreytta eða auma vöðva og veitir þægindi þegar það er nuddað inn í húðina. 
• Gefur þægilegan ilm og hentar fullkomlega til að bera á púlspunkta eins og ilmvatn. 
• Má nota undir eða yfir daglega líkamskremið þitt. 
• Róar og sefar húðina á fótleggjunum eftir rakstur. 
• Kemur í veg fyrir þurrk í húð yfir vetrartímann. 
Petit Remedy For body
PETIT REMEDY FYRIR HÁRIÐ ÞITT

VEITIR HÁRINU GLJÁA ÞEGAR BORIÐ ER Í ÞURRA ENDA

NÆRIR ÞURRA HÁRENDA ÞEGAR NOTAÐ ER TIL AÐ LAGFÆRA HÁRIÐ YFIR DAGINN

MÁ NOTA SEM NÆTURMASKA Í HÁRIÐ FYRIR DJÚPA NÆRINGU

LOKAR SLITNUM ENDUM

SEFAR OG VERNDAR PIRRAÐAN HÁRSVÖRÐ

HUGSAÐU UM HENDUR OG FÆTUR
Síðast en ekki síst, litla áldósin verndar og fegrar hendur þínar og fætur. Petit Remedy: 

• Má nota sem næturmaska til að næra þurrar hendur. 
• Virkar sem þykkt handkrem sem kemur í veg fyrir að húðin springi á fingrum og lófum í köldu eða þurru veðri. 
• Gefur líflausum nöglum gljáa. 
• Nærir þurrar neglur.
• Nærir og sléttir úr naglaböndum. 
• Mýkir naglabönd á fingrum svo það sé auðvelt að ýta þeim aftur á meðan á naglasnyrtingu stendur. 
• Þjónar sama tilgangi fyrir táneglur þegar þú dekrar við þig eða í fótasnyrtingu heima. 
• Heldur naglalakki fínu lengur. 
• Má nota í sefandi handnudd. 
• Verndar húðina gegn grófu veðri. 
Fyrir fæturna má nota Petit Remedy:

• Til að næra og lagfæra grófa og auma hæla.
• Sem endurnærandi maski fyrir þurrar fætur. 
• Til að veita tánöglum heilbrigðan gljáa. 
• Til að næra og slétta táneglur, fullkomið fyrir sandalana. 
• Til að næra þurr svæði á iljum. 
• Til að mýkja harða húð á stóru tá.
• Til að mýkja líkþorn á fótum. 
• Til að slétta húðina á iljunum og gefa raka. 
• Til að dekra við þreyttar fætur með sefandi fótanuddi. 
OG FLEIRA
Shea
FYRIR PLÁNETUNA
Hvort sem það er upp á fjöll, í hitabeltið eða bara dagsdaglega amstrið, mun þessi litli partur af Suður-Frakklandi fylgja þér hvert sem er. Náttúrulegur ilmurinn ilmar enn betur með þeirri vitneskju að sköpun Petit Remedy styður sjálfbæran búskap og líffræðilegan fjölbreytileika náttúrunnar sem verndar plöntur í útrýmingarhættu í frjósömum jarðvegi svæðisins. Svo að varan sé endanlega umhverfisvæn, kemur hún í umbúðum sem eru að fullu endurvinnanlegar. 
SKOÐA MEIRA
FYRIR ALLAR ÁRSTÍÐIR
Við hönnuðum smyrslið þannig að það yrði ómissandi félagi allt árið um kring. Á vorin hjálpar það við að vernda og sefa hendurnar eftir langa daga í garðvinnu. Á sumrin hjálpar það við að lagfæra þurrkandi áhrif sólarríkra strandarferða, sólarinnar, hafsins og sandsins á húðina. Þegar veðrið verður kaldara og drungalegra, veitir það þægindi og ferskan ilm sumarsins. 
FYRIR ÖLL TILEFNI
Eins og allar vörurnar frá L’Occitane er Petit Remedy unnin úr fjórum dýrðmætustu náttúrulegu innhaldsefnunum, ræktaðar og uppskornar með ástríðu og í samlyndi við náttúruna af framleiðendum okkar í Provence. Kryddaður ilmur ilmkjarnaolíanna flytur þig samstundis í sumarið við Côte d'Azur, þar sem frískandi norðvestan vindurinn færir ferskan ilm yfir fjarlæg tún.

Taktu Petit Remedy með þér í ferðalögin og uppgötvaðu hvað ferðataskan léttist, eða smelltu því í vasann eða handtöskuna þegar þú ert á ferðinni. Þú getur verið viss um að þetta litla töfrasmyrsli sjái um allt sem þú þarft, hvort sem það sé að sefa viðkvæma húð eða hressa upp á útlitið. 

Fáðu nýjustu fréttirnar okkar, sérstök tilboð og húðumhirðuráð

ÖRUGG GREIÐSLA
Greiðslukerfið á vefsíðunni okkar er rekið af greiðslumiðlun sem sérhæfir sig í öruggum greiðslum á netinu. Nánari upplýsingar er að finna í "greiðslu" hluta skilmála okkar.
AFHENDING
Sendingartími er 2-4 virkir dagar og er sendingarkostnaður ókeypis fyrir allar pantanir yfir 10.000 kr. 
AÐSTOÐ
Hvernig getum við aðstoðað? Vinsamlegast hringdu í síma 545 0600
Mánudaga – föstudaga frá kl. 9-16
(Fyrir utan almenna frídaga)

Við notum vafrakökur til að gefa þér sem besta verslunarupplifun. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar, álítum við að þú samþykkir notkun okkar á vafrakökum. Fáðu frekari upplýsingar um vafrakökur og hvernig þú hafnar þeim.
Fyrir frekari upplýsingar og til að breyta stillingum fyrir vafrakökur, .