Íslenska / English
Karfa
Frí heimsending á pöntunum yfir 10.000 kr 
27OR030I19
Overnight Reset Serum 30mlOvernight Reset Serum 30mlOvernight Reset Serum 30ml

VINSÆLAST
Overnight Reset Serum

Overnight Reset Serum 30ml

Umbreyttu húðinni þinni yfir nótt með þessari hetjuvöru sem gefur húðinni unglegra útlit.

SKU: 27OR030I19

9.140 kr. 9.140 kr.

0 kr.
Magn:
  • Á lager, sent innan 24 stunda
  • Venjuleg afhending með Pósturinn - pósthús: 750 kr..
  • Áætlaður afhendingardagur milli 11/05 og 13/05
Hvað ef þú gætir endurnært húðina á einni nóttu, strokað út ummerki um stress og þreytu og vaknað hvern morgun með ferska, ljómandi og úthvílda húð?
Immortelle Overnight Reset Oil-in-Serum er næturserum sem gefur húðinni úthvílt, ferskt, unglegt og geislandi útlit. Þetta magnaða serum hentar öllum húðgerðum og vinnur með öllum L‘OCCITANE andlitskremum og serumum. Flest okkar lifum uppteknum lífsstíl þar sem stress, mengun og örmögnun hafa bein áhrif á húðina okkar. Endurnýjun og lagfæring húðarinnar nær hámarki á næturna, sem þýðir að nætur húðumhirðan er sú mikilvægasta.
Þegar Immortelle Reset næturserumið er notað dregst vatnskennd áferðin inn í húðina og leysir úr læðingi krafta tveggja innihaldsefna:
Marjoram seyði - sem þekkt er fyrir að endurvekja virkni húðfrumanna sem fer í gjarnan í dvala eftir því sem húðin eldist;
Acmella Oleacera seyði – er hið náttúrulega bótox. Það slakar á vöðvaspennu og sléttir úr fínum línum og hrukkum. Svo þegar serumið er nuddað léttilega inn í húðina virkjast kraftar þúsunda örsmárra gylltra hylkja:
Immortelle ilmkjarnaolía – þetta magnaðasta andoxunarefni L’OCCITANE örvar blóðflæði og eykur kollagen framleiðslu húðarinnar svo hún verður stinnari og sléttari.
Húðin verður silkimjúk og full af raka án þess að nein fiturák liggi á henni.

Eftir eina nótt finnurðu mun á húðinni sem verður full af raka, sléttari; og litarhaft ferskt og úthvílt.
Eftir fjórar vikur verður húðin sléttari, fyllri, hefur meiri útgeislun og jafnvel áferð húðarinnar verður unglegri.

9/10 konum myndu mæla með því við vinkonu Ánægjuprófun á 115 konum

Eftir eina nótt:
Húðin varð endurnærð hjá 97%*
Húðin varð úthvíld hjá 97%*
Húðin virtist vöknuð hjá 91%*
Húðin varð vel nærð hjá 88%*
Húðin leit út fyrir að ljóma hjá 81%*

Eftir sjö nætur:
Húðin leit út fyrir að vera úthvíld hjá 100%*
Litarhaftið ljómaði af heilbrigði hjá 97%*
Fínar línur og hrukkur voru ógreinilegri hjá 90%*

Eftir 28 nætur:
Húðin virtist umbreytt og full af orku hjá 100%*
Húðin virtist fyllri og rakameiri hjá 100%*
Húðin varð unglegri hjá 90%*

*Ánægjuprófun hjá 31 konu.

Kosið BEST FYRIR ÞREYTTA HÚÐ - Harper's Bazaar Beauty fegurðarverðlaunin 2018 Kosið BESTA NÝSKÖPUNAR HÚÐVARAN - Woman&Home fegurðarverðlaunin 2018
Skoða nánar

Innihaldsefni

AQUA/WATER – PROPANEDIOL – GLYCERIN – ISONONYL ISONONANOATE – BUTYLENE GLYCOL – PENTYLENE GLYCOL – DEXTRIN PALMITATE/ETHYLHEXANOATE – LIMNANTHES ALBA (MEADOWFOAM) SEED OIL – HELICHRYSUM ITALICUM FLOWER OIL – ORIGANUM MAJORANA LEAF EXTRACT – ACMELLA OLERACEA EXTRACT – HELIANTHUS ANNUUS (SUNFLOWER) SEED OIL – ADENOSINE – PHENOXYETHANOL – CARBOMER – MALTODEXTRIN – SODIUM HYDROXIDE – PALMITIC ACID – DISODIUM EDTA – CELLULOSE GUM – AMODIMETHICONE – TOCOPHEROL – PARFUM/FRAGRANCE – CI 75130/BETA-CAROTENE
Sjá meira um innihaldsefni

Umsagnir viðskiptavina

Engar umsagnir eru til fyrir þessa vöru
Deildu L’Occitane dekurstundum þínum með því að merkja #loccitane_Overnight Reset Serum

Fáðu nýjustu fréttirnar okkar, sérstök tilboð og húðumhirðuráð

ÖRUGG GREIÐSLA
Greiðslukerfið á vefsíðunni okkar er rekið af greiðslumiðlun sem sérhæfir sig í öruggum greiðslum á netinu. Nánari upplýsingar er að finna í "greiðslu" hluta skilmála okkar.
AFHENDING
Sendingartími er 2-4 virkir dagar og er sendingarkostnaður ókeypis fyrir allar pantanir yfir 10.000 kr. 
AÐSTOÐ
Hvernig getum við aðstoðað? Vinsamlegast hringdu í síma 545 0600
Mánudaga – föstudaga frá kl. 9-16
(Fyrir utan almenna frídaga)

Við notum vafrakökur til að gefa þér sem besta verslunarupplifun. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar, álítum við að þú samþykkir notkun okkar á vafrakökum. Fáðu frekari upplýsingar um vafrakökur og hvernig þú hafnar þeim.
Fyrir frekari upplýsingar og til að breyta stillingum fyrir vafrakökur, .